Kvenleg orka ræður ríkjum í verkum Dýrfinnu

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Dýrfinna Benita Basalan opnar á morgun sýninguna Náttúrlega brothætt / Natural Fragility í  Þulu listagalleríi. Þar mun hún sýna bæði teikningar og málverk.

„Þegar ég teikna eða mála verk þá skiptir mig máli að draga fram sterka kvenlega orku og skapa litríka skynörvandi sögu. Ég dreg myndheim minn ýmist úr myndasögum, tarot spilum og persónulegri reynslu mínum úr hversdagsleikanum jafnt og draumaheimi. Hliðarheimur verka minna er opið rými sem hver og einn má forvitnast um á eigin forsendum og finna eigið sjálf í litunum og línunum. Heimurinn er mótaður af hugarlífi listakonunnar en einnig áhrif samfélags og poppkúltúr. Náttúran nýtur sín og tjáir sig, fantasía og hryllingur er eðlilegur og það er ákveðin huggun í dramatíkinni,“ er haft eftir Dýrfinnu í tilkynningu Þulu um sýninguna.

Dýrfinna Benita er einnig þekkt undir listamannsnafninu Countess Malaise og hefur undanfarin ár starfað sem myndlistarkona. Hún er einn stofnenda Lucky 3 listhópsins, ásamt Darren Mark og Melanie Ubaldo, sem opnuðu sýninguna Lucky me? árið 2019 í Kling og Bang með það að markmiði að vekja athygli á stöðu filippseyskra innflytjenda á Íslandi, meðlimir hópsins eru öll af filippseyskum uppruna. Dýrfinna er einnig meðlimur The Blue Collective fjöllistahópsins sem samanstendur af fjölbreyttum hinsegin listamönnum af ýmsum bakgrunni en þau deila þó pólitískri og hugmyndafræðilegri sýn.

Opnun sýningarinnar Náttúrlega brothætt / Natural Fragility verður haldin á morgun, laugardaginn 17. október, frá 13-18. Sýningin stendur  til 8. nóvember. Vegna sóttvarnarráðstafana mega fjórir gestir koma inn í rými Þulu í einu, mælt er með að gestir beri grímur.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira

Litlir fuglar á vappi um safnið

Myndlistarmaðurinn Sigurbjörn Helgason hefur komið sér fyrir í vinnustofunni í safnbúð Hönnunarsafns Íslands. Þar mun hann nýta tímann...