Kvikmyndin Ghost með Demi Moore og Patrick Swayze veitti innblástur

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hús og híbýli kíkti á dögunum í heimsókn á glæsilega vinnustofu listmálarans Þrándar Þórarinssonar. Hann lýsir vinnustofunni sem snoturri og snyrtilegri.

Þrándur er með einstakan stíl og verk hans hafa oft vakið mikla athygli, sér í lagi
þau verk þar sem Þrándur tæklar pólitísk mál sem eru í brennidepli. Sem dæmi
má nefna verkið Klausturfokk og verkið Nábrókar-Bjarni sem hann segir vera í
miklu uppáhaldi hjá sér.

„Björt, snotur og snyrtileg,“ segir Þrándur um vinnustofuna sína. Mynd / Hallur Karlsson

Í nýja blaðinu er að finna viðtal við Þránd og innlit inn á vinnustofuna hans.

Þrándur gerði verkið sem prýðir póstkort Húsa og híbýla að þessu sinni. Um olíumálverk er að ræða og á myndinni má sjá par strokka smjör innilega saman. Verkið heitir Strokk. Innblásturinn kemur frá kvikmyndinni Ghost með Demi Moore og Patrick Swayze í aðalhlutverkum.

Nældu þér í nýjasta tölublað Húsa og híbýla og um leið í póstkortið með verkinu Strokk.

Tryggðu þér áskrift að Hús og híbýli í vefverslun

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira

„Margt fólk upplifir verkin mín agressíf“

Listakonan Dýrfinna Benita Basalan sýnir bæði teikningar og málverk á sýningunni Náttúrlega brothætt / Natural Fragility í  Þulu listagalleríi. Dýrfinna gerir kvenlegri orku hátt...

Kvenleg orka ræður ríkjum í verkum Dýrfinnu

Dýrfinna Benita Basalan opnar á morgun sýninguna Náttúrlega brothætt / Natural Fragility í  Þulu listagalleríi. Þar mun hún sýna bæði teikningar og málverk. „Þegar ég...