Litlir fuglar á vappi um safnið

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Myndlistarmaðurinn Sigurbjörn Helgason hefur komið sér fyrir í vinnustofunni í safnbúð Hönnunarsafns Íslands. Þar mun hann nýta tímann í að smíða fugla, stóra og smáa.

Ævintýralegir fuglarnir eru unnir úr ýmiskonar efnivið, svo sem hreindýrshornum, reyniviðardrumbum úr garðinum eða rekaviðarbútum. Hver fugl hefur sinn sérstaka karakter sem mótast af efninu.

„Það eru litlir fallegir fuglar byrjaðir að vappa hér um safnið,“ segir á Facebook-síðu Hönnunarsafns Íslands.

Opnunardagur er á morgun, fimmtudag, og þá geta áhugasamir kynnt sér verk Sigurbjörns. Hann verður í vinnustofudvöl á safninu fram að áramótum.

Þess má geta að fyrir tveimur árum var fatahengi Hönnunarsafns Íslands breytt í opna gestavinnustofu fyrir hönnuði, með vinnu-, sýningar- og söluaðstöðu. Vinnustofudvölin miðast við þrjá mánuði og gefur möguleika á samtali milli gesta safnsins og hönnuða.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Kardemommubærinn loksins frumsýndur-Leikarar hafa vaxið upp úr skóstærðum

Kardemommubærinn verður loks frumsýndur á Stóra sviði Þjóðleikhússins á laugardag. Vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins hefur frumsýningu verið frestað...