Litlir fuglar á vappi um safnið

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Myndlistarmaðurinn Sigurbjörn Helgason hefur komið sér fyrir í vinnustofunni í safnbúð Hönnunarsafns Íslands. Þar mun hann nýta tímann í að smíða fugla, stóra og smáa.

Ævintýralegir fuglarnir eru unnir úr ýmiskonar efnivið, svo sem hreindýrshornum, reyniviðardrumbum úr garðinum eða rekaviðarbútum. Hver fugl hefur sinn sérstaka karakter sem mótast af efninu.

„Það eru litlir fallegir fuglar byrjaðir að vappa hér um safnið,“ segir á Facebook-síðu Hönnunarsafns Íslands.

Opnunardagur er á morgun, fimmtudag, og þá geta áhugasamir kynnt sér verk Sigurbjörns. Hann verður í vinnustofudvöl á safninu fram að áramótum.

Þess má geta að fyrir tveimur árum var fatahengi Hönnunarsafns Íslands breytt í opna gestavinnustofu fyrir hönnuði, með vinnu-, sýningar- og söluaðstöðu. Vinnustofudvölin miðast við þrjá mánuði og gefur möguleika á samtali milli gesta safnsins og hönnuða.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Fullorðin frumsýnt í kvöld

Gamanleikurinn Fullorðin verður frumsýndur í Samkomuhúsinu á Akureyri í kvöld. Fullorðin er sprenghlægileg sýning um það skelfilega...

Vögguvísur Hafdísar Huldar sú mest selda

Plata söngkonunnar Hafdísar Huld, Vöggu­vís­ur, er mest selda plata árs­ins­ 2020. Vögguvísur seld­ist í 3.939 ein­taka sam­kvæmt...

Elskar ostapinna

Berglindi Hreiðarsdóttur þarf ekki að kynna fyrir íslensku mataráhugafólki. Bloggsíðan hennar Gotterí og gersemar er stútfull af...

„Ljóð eru víðátta hugans“

Ragnheiður Lárusdóttir, íslensku-, list- og söngkennari, tók nýlega við bókmenntaverðlaunum Tómasar Guðmundssonar fyrir ljóðabók sína 1900 og...

Nýtt í dag

Áfall fyrir Jón Baldvin

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra, er í miklum vanda eftir að þrjár nafngreindar konur, Ragna Björg Björnsdóttir,...

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -