- Auglýsing -
Nú stendur yfir sýning á nýjum loftljósum úr gömlum verðlaunagripum í Stefánsbúð, Laugavegi 7.
Ljósin eru hluti af Trophy-vörulínu Fléttu, hönnunarstofu en teymið samanstendur af þeim Hrefnu Sigurðardóttur og Birtu Rós Brynjólsdóttur vöruhönnuðum. Vörulínan, sem var valin vörulína ársins af Hönnunarverðlaunum The Reykjavík Grapevine í ár, samanstendur af lömpum, borðum hillum og ljósum úr gömlum bikurum.
Sýningin mun standa út mánuðinn og verður hægt að kaupa ljós beint af hönnuðunum á staðnum.
Íslensk hönnun í jólapakkann? Sjón er sögu ríkari.