Samsýningar átta ólíkra listamanna víðsvegar um Reykjavík

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Fimmtudaginn næstkomandi efnir Listasafn Reykjavíkur til samsýningar á nýrri myndlist í almannarými. Sýningin ber heitið Haustlaukar II og eins og fram kemur á vef Listasafnsins birtast verk átta listamanna á fjölbreyttan og nýstárlegan hátt víða um Reykjavík og í því sameiginlega rými sem tækni samtímans býður upp á.

„Um er að ræða gjörninga, inngrip og uppákomur af ýmsu tagi sem kallast á við samfélagslegt rými, opinberan vettvang, stræti, torg og byggingar sem við deilum í sameiningu. Verkin eru meira og minna unnin í óáþreifanlega miðla; Haustlaukarnir skjóta rótum víða og spretta upp við óvæntar aðstæður.

Stefnumót – Hljóðverk Haraldar Jónssonar, þar sem hann laumar sér inn í ólík millirými á höfuðborgarsvæðinu. Staðsetning viðburðar: Borgarbókasafnið Grófinni, stigahús, Borgarbókasafnið Kringlunni, stigahús og Eiðistorg.

Viðfangsefni listamannanna eru fjölbreytt en eiga það öll sameiginlegt að varpa ljósi á eða spyrja spurninga um daglegt umhverfi íbúa borgarinnar og gesta hennar. Þar er fjallað um mörk einka- og almenningsrýmis, eignarhald og frelsi auk þess sem reynt er að fá fólk til þess að staldra við, líta í kringum sig og sjá umhverfið í nýju ljósi. Loks smitast óhjákvæmilega inn í verkin þær breytingar sem orðið hafa á þessu ári og snúa að daglegum samskiptum og venjum á tímum farsóttar. Sum verk eru aðeins flutt einu sinni á meðan önnur eiga sér lengri eða tíðari tilvist.“

Vefinnsetningin Nebulous Heaps eftir Kolbrúnu Þóru Löve. Verkið er afrakstur samtals við heimspekinginn Timothy Morton og beinir sjónum áhorfenda að óaðgengileika hluta, takmarkaðri skynjun mannsins og sambandi hans við umhverfi sitt. Viðburður fer fram á vefnum, www.nebulousheaps.com.

Hægt er að skoða hvern viðburð fyrir sig á dagskrársíðu safnins og á samfélagsmiðlum.
Sýningarnar standa frá 24. september til 18. október 2020 og er aðgangur ókeypis.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira

Kvenleg orka ræður ríkjum í verkum Dýrfinnu

Dýrfinna Benita Basalan opnar á morgun sýninguna Náttúrlega brothætt / Natural Fragility í  Þulu listagalleríi. Þar mun hún sýna bæði teikningar og málverk. „Þegar ég...