Skoskt og íslenskt mannlíf og landslag í aðalhlutverki

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Um helgina var ljósmyndasýningin HEIMA – Tveir staðir við sjávarsíðuna sett við Torfunefsbrygguna á Akureyri. Þátttakendur sýningarinnar eru samtals þrjátíu, fimmtán frá Íslandi og fimmtán frá Skotlandi.

Sýningin er afrakstur samstarfs sem fimmtán félagskonur í ÁLFkonur á Akureyri fóru í með meðlimum ljósmyndahóps frá Edinborg, Skotlandi. Meðlimir hópanna skiptu sér niður í pör og unnu svo með mismunandi þema þar sem ýmist var lagt áherslu á landslag og staðsetningu eða mannlífið á báðum stöðum.

Sýningin stendur til 1. október.

Gunnlaug E. Friðriksdóttir, annar verkefnastjóri sýningarinnar, segir félaga sinn sem hún kynntist á ljósmyndasíðunni blipfoto.com hafa átt hugmyndina að þessari áhugaverðu samsýningu.

„Hugmyndina að verkefninu má rekja til kynna verkefnastjóranna, mín og Jon Davey, á blipfoto.com en það er skosk dagbókarvefsíða þar sem notendur birta eina ljósmynd á dag.  Við höfum verið í samskiptum á Blipfoto-síðunni í níu ár og hittumst einu sinni árið 2014 þegar ég var í sumarleyfi í Edinborg. Hann hafði samband við mig í janúar síðastliðnum með þá hugmynd að koma af stað samstarfsverkefni við ljósmyndahópinn ÁLFkonur, sem ég er meðlimur í, og ætlaði hann að ná saman hópi ljósmyndara í Portobello, Edinborg til að taka þátt. ÁLFkonur tóku vel í hugmyndina og boltinn fór að rúlla,“ segir Gunnlaug.

„Við erum flestar búsettar á Akureyri og í Eyjafirði og hittumst yfirleitt vikulega til skrafs og ráðagerða.“

ÁLFkonur er hópur kvenna með ljósmyndun að áhugamáli, spurð nánar út í hópinn segir Gunnlaug: „ÁLFkonur er hópur 18 kvenna með ljósmyndun að áhugamáli. Við erum flestar búsettar á Akureyri og í Eyjafirði og hittumst yfirleitt vikulega til skrafs og ráðagerða. Hópurinn hefur starfað saman frá árinu 2010 og við fögnum því 10 ára afmæli í ár. Fjöldi sýninga sem við höfum sett upp á myndunum okkar er nú að nálgast fjórða tuginn og síðustu ár höfum við t.d. alltaf verið með sýningu utandyra í Lystigarðinum á Akureyri.“

Agnes Heiða Skúladóttir, Berglind H. Helgadóttir, Freydís Heiðarsdóttir, Gunnlaug Friðriksdóttir, Guðný Pálína Sæmundsdóttir, Guðrún Kristín Valgeirsdóttir, Hafdís G. Pálsdóttir, Helga H. Gunnlaugsdóttir, Helga Haraldsdóttir, Hrefna Harðardóttir, Inga Dagný Eydal, Kristjana Agnarsdóttir, Lilja Guðmundsdóttir, Linda Ólafsdóttir og Margrét Elfa Jónsdóttir eru meðal þátttakenda í sýningunni.

Hægt verður að skoða sýninguna HEIMA – Tveir staðir við sjávarsíðuna, í útskoti við göngustíginn sunnan við Torfunefsbrygguna og hægt að skoða þær allan sólarhringinn.

Þessar sömu ljósmyndir verða sýndar í Portobello – Edinborg í Skotlandi frá 5. september til 31. október 2020. Þar verða þær hluti af árlega viðburðinum Artwalk og staðsettar á girðingu við The Beach House á Portobello Promenade.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Litlir fuglar á vappi um safnið

Myndlistarmaðurinn Sigurbjörn Helgason hefur komið sér fyrir í vinnustofunni í safnbúð Hönnunarsafns Íslands. Þar mun hann nýta tímann...