Solla Eiríks og Elías prýða forsíðuna á nýju og glæsilegu Hús og híbýli

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Í þessu blaði, sem er þykkara en vanalega, er að finna sérstakan kafla um eldhús og hönnun þeirra, þar sem hönnuðurinn Sæbjörg Guðjónsdóttir og innanhússarkitektarnir Hanna Stína, Sólveig Andrea og Pétur Hafsteinn Birgisson sýna nýjustu verkin sín. Að auki eru fleiri falleg og spennandi eldhús í innlitunum í blaðinu ásamt góðum ráðum um hvað beri að hafa í huga þegar eldhús eru skipulögð og hönnuð.

Myndina á forsíðu tók Hallur Karlsson.

Innlitin í þessu tölublaði eru sérlega fjölbreytt og falleg en það er heimili Sollu Eiríksdóttur og Elíasar Guðmundssonar sem prýðir forsíðna að þessu sinni en þau búa í einstaklega töff og óvenjulegu húsi í Hafnarfirði sem þau hafa nostrað við í nokkurn tíma. Einstaklega stílhreint og smekklegt keðjuhús í Kópavogi er meðal efnis en þar búa þau Álfhildur og Pétur Haukur.

Að auki prýðir síður blaðsins falleg íbúð í Vesturbænum þar sem listafólkið Kara Hergils verkefnastjóri Listahátíðar Reykjavíkur og Owen Douglas ljósmyndari búa. Rósa Sigrún Jónsdóttir myndlistakona opnar svo og vinnustofu sína og heimili fyrir lesendum Húsa og híbýla svo fátt eitt sé nefnt.

Þrándur Þórarinsson listmálari er með póstkortið í blaðinu.

Póstkortið sem fylgir blaðinu heitir Strokk og er hannað af Þrándi Þórarinssyni myndlistamanni en það er olíumálverk þar sem sjá má par strokka smjör saman en hugsunina á bak við þetta skemmtilega verk útskýrir Þrándur í blaðinu en Hús og híbýli kíkti í heimsókn á vinnustofu hans og tók tali.

Þetta og margt, margt fleira er að finna í þessu veglega tölublaði Húsa og híbýla. Sjón er sögu ríkari.

Tryggðu þér áskrift að Hús og híbýli í vefverslun

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Forsíðuviðtal Mannlífs

Lestu meira

„Margt fólk upplifir verkin mín agressíf“

Listakonan Dýrfinna Benita Basalan sýnir bæði teikningar og málverk á sýningunni Náttúrlega brothætt / Natural Fragility í  Þulu listagalleríi. Dýrfinna gerir kvenlegri orku hátt...