Vöruhúsi umbreytt í lúxusíbúðarhúsnæði

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Þórhalla Guðmundsdóttir og Þórhallur Tryggvason eru hjón sem sitja sjaldnast auðum höndum. Þau keyptu tvær efstu hæðirnar á Tryggvagötu 16 í febrúar árið 2012 sem þau hafa nú gert upp frá grunni og nokkrum árum seinna festu þau kaup á tveimur minni eignum í húsinu. Húsið var byggt árið 1937 og var upphaflega steinsteypt vörugeymsluhús.

Ljósakrónan var upphaflega staðsett í Hörpu og er frá þýsku fyrirtæki sem heitir Cor Mulder. Mynd / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir.

„Við fengum Davíð Ólafsson járnsmið til þess að teikna vegginn með arninum, í samráði við Valdísi og okkur. Við sáum fyrir okkur stórkostlegan vegg sem myndi gefa tóninn þegar gengið er inn í íbúðina, hann átti að vera auga og í honum átti að vera arinn.“

Gluggasetningin er sérlega falleg og eru djúpar gluggakistur í öllum herbergjum. Mynd / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir.

Í febrúar 2018 hófu þau framkvæmdir á fimmtu hæð hússins og fluttu inn 2019. Hæðin, sem er 240 fermetrar, var rifin niður að plötu og ný íbúð reis í staðinn með um 200 fermetra þakgarði með útsýni yfir allt suðvesturhornið. Það var danski arkitektinn Michael Blikdal Erichsen ásamt Urban arkitektum sem sá um að teikna hæðina. Valdís Guðmundsdóttir hjá Útlitshönnun sá um hanna íbúðina ásamt þeim Þórhalli og Þórhöllu.

Lyftan opnast inn í forstofu íbúðarinnar. Mynd / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir.

Baðherbergið er einkar glæsilegt og hefur ákveðið spa-yfirbragð. „Við völdum þetta
rými undir baðherbergið en sáum fyrir okkur að hafa það stórt og voldugt með
tvöfaldri sturtu og frístandandi baðkari. Eins var ég búin að sjá fyrir mér að hafa bæði
parket og flísar á baðherberginu en ég sá þetta á hóteli erlendis og fannst það koma
vel út þótt sumum finnist það svolítið skrítið,“ bætir hún við.

Mynd / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir.

Svefnherbergið sá Þórhalla fyrir sér mjög snemma; bláa litatóna og veggfóður.
Rúmgott fataherbergi er til vinstri og svefnherbergið er teppalagt með bláu, mjúku
teppi. „Þetta eru mjög róandi litir og svo er dásamlegt að stíga fram úr á morgnana,“
segir hún.

Mynd / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir.

Innlitið í heild sinni má finna í 8. tölublaði Húsa og híbýla þessa árs.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira