Tolli sýnir vatnslitaverk sem hann vann úti í náttúrunni í sumar og haust

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Í gær, laugardaginn 14. nóvember, var einkasýning Tolla Morthens opnuð í Þula galleríi. Á sýningunni, sem heitir Landflæði, sýnir hann vatnslitaverk sem hann vann úti í náttúrunni í sumar og haust. Tolli notaði vatn úr lækjum, ám, vötnum og tjörnum við gerð myndanna.

Það er meira en áratugur síðan Tolli sýndi síðast vatnslitaverk.

„Þær voru málaðar úti í náttúrunni og má sjá á þeim sumum þess merki, til dæmis rigningardropa sem læddust aftan að listamanninum þegar hann var djúpt sokkinn í landslagið með pensil í hönd,“ segir í tilkynningu frá Þulu galleríi.

„Birtan og skuggar árstíðanna er sú áskorun sem ég tekst á við. Það er gaman að læra á samspil pappírsins og vatnsins við gerð myndanna, að finna að það ræður ferð. Ég get aðeins fengið að vera samferða þegar ég legg því til liti og skammta inn blauta og þurra fleti fyrir vatnið til að ferðast á,“ er haft eftir Tolla í tilkynningunni.

Tolli sýnir litrík og falleg verk á síðustu sýningu ársins í Þulu galleríi.

Sýning Tolla heitir Landflæði. Þetta er eitt verkanna sem hann sýnir.

Sýningin stendur til 6. desember og verður opin frá miðvikudegi til sunnudags frá klukkan 14:00-18:00.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira

„Margt fólk upplifir verkin mín agressíf“

Listakonan Dýrfinna Benita Basalan sýnir bæði teikningar og málverk á sýningunni Náttúrlega brothætt / Natural Fragility í  Þulu listagalleríi. Dýrfinna gerir kvenlegri orku hátt...

Kvenleg orka ræður ríkjum í verkum Dýrfinnu

Dýrfinna Benita Basalan opnar á morgun sýninguna Náttúrlega brothætt / Natural Fragility í  Þulu listagalleríi. Þar mun hún sýna bæði teikningar og málverk. „Þegar ég...