Veglegt jólablað Húsa og híbýla er komið út – Blaðið sem kemur þér í hátíðarskap

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Glæsilegt jólablað Húsa og híbýla er komið út. Blaðið er veglegt og stútfullt af vönduðum viðtölum og greinum ásamt fallegum ljósmyndum.

Við kíkjum inn á sjö sjarmerandi heimili, þar á meðal til Hildar Björnsdóttur, borgarfulltrúa í Reykjavík. Hún á einkar smart og stílhreint heimili í Vesturbænum. Að sögn Hildar er hún mikil jólakona og fá látlausar jólaskreytingar að njóta sín hér og þar í þessu fallega rými.

Heima hjá Hildi Björnsdóttur. Mynd / Hákon Davíð

Við fengum þrjá skapandi einstaklinga til að útbúa aðventu- og jólaskreytingar og útkoman er skemmtilega ólík en skreytingarnar búa yfir fegurð og einfaldleika sem veita lesendum vonandi innblástur.

Við fengum svo Írisi Tönju leikkonu til að setja upp fallegar jólaskreytingar á heimili sínu í Laugardalnum. Hún er mikill fagurkeri sem hefur ástríðu fyrir list, smekklegri hönnun og hlýlegu umhverfi hvort sem það er á heimilinu, listasöfnum eða úti í náttúrunni.

. Íris hefur verið að byggja upp litla skreytingaþjónustu ásamt móður sinni

Þá segja nokkrir skemmtilegir einstaklingar lesendum frá jólunum sínum, meðal þeirra eru Dóri DNA og Vilborg Halldórsdóttir.

Halldór Laxness Halldórsson, betur þekktur sem Dóri
DNA, svarar nokkrum jólaspurningum.

Það er listakonan Hulda Vilhjálmsdóttir sem á málverkið sem prýðir póstkort Húsa og híbýla að þessu sinni. Verkið er unnið út frá draumi sem hana dreymdi þegar hún gisti í tjaldi í Þjórsárdal.

Við heimsækjum vinnustofuna hennar Huldu. Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Í blaðinu finnur þú líka yfir 100 hugmyndir fyrir jólahaldið. Þá gefum við einnig hugmyndir að pakkaskreytingum þar sem notast er við ýmiss konar efnivið þar sem náttúran og endurunnið efni er haft í forgrunni

Þetta og svo miklu meira í jólablaði Húsa og híbýla.

Jólablað Húsa og híbýla er komið í verslanir,

Nældu þér í eintak af þessu eigulega blaði.

- Auglýsing -

Íslenskt fagtímarit um heimili og hönnun

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu 13 tölublöð á 1.538 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 2.430 kr.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira