Áhyggjur á Fréttablaðinu

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Helgi Magnússon. útgefandi Fréttablaðsins, Hringbrautar og DV, er væntanlega áhyggjufullur vegna lesturs á blöðum hans. Nýjustu mælingar sýna að Fréttablaðið er aðeins með 33 prósent lestur og hefur tapað fjórða hverjum lesanda  á síðustu þremur árum. Frá 2010 hefur blaðið misst helming lesenda sinna. Þá er lestur DV innan við 5 prósent sem er langt frá því besta á þeim bæ og helmingur þess sem var 2018 þegar yfir 10 prósent lásu blaðið. Það alvarlegasta í stöðunni er að Bændablaðið sem Hörður Kristjánsson ritstýrir er með hátt í 30 prósenta lestur og nálgast Fréttablaðið. Þvi skal þó haldið til haga að Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega en Fréttablaðið fimm sinnum í viku. Helgi útgefandi er þaulreyndur rekstrarmaður og ólíklegt annað en hann nái tökum á rekstrinum en það mun væntanlega kosta bæði svita og tár …

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Áfall fyrir Jón Baldvin

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra, er í miklum vanda eftir að þrjár nafngreindar konur, Ragna Björg Björnsdóttir,...

Halla vill verða leiðtogi

Mörgum Framsóknarmanninum er brugðið við það að Þórunn Egilsdóttir, leiðtogi í Norðausturkjördæmi og vinsæll þingflokksformaður Framsóknarflokksins, hefur...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

Svavar Gestsson látinn

Svavar Gestsson, fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins, þingmaður, ráðherra og sendiherra, lést á gjörgæsludeild Landspítalans í nótt. Þetta kemur...
- Auglýsing -