Bjarni Ben stressaður

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Fátt bendir til þess að samstarf Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna haldi áfram eftir kosningarnar næsta haust. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra dreypir nú á þeim beiska kaleik að Sjálfstæðisflokkurinn hleypir ekki í gegn breytingum á stjórnarskrá sem Katrín hefur leynt og ljóst lofað. Steingrímur Jóhann Sigfússon, fyrrverandi leiðtogi VG, ,lýsir viðhorfum innan flokksins ágætlega í Mannlífsviðtali um liðna helgi þar sem hann lýsir Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra sem góðum manni en telur að samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn geti ekki átt langa framtíð. „Ég er ekkert viss um að það sé endilega æskilegt til langrar frambúðar að forystuflokkarnir á sitthvorum vængnum í stjórnmálunum vinni saman. Menn geta alveg fært fyrir því rök að það leiði til einhverrar stöðnunar,“ sagði Steingrímur við Mannlíf. Við þetta bætist að Logi Einarsson, formaður Samfylkingar, hefur lýst Sjálfstæðisflokkinn ósamstarfshæfan. Uppnámið á Alþingi á milli Bjarna og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, bendir ekki til þess að flokkar þeirra geti átt samstarf. Bjarni missti stjórn á sér og virtist vera að fara á taugum eftir að Þorgerður gaf til kynnna að Sjálfstæðisflokkurinn væri í bandalagi við evrópska öfgaflokka á hægri vængnum. Bjarni getur aftur á móti fagnað því að vaxandi kærleikar og samleið eru á milli hans og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins. Það gæti gefið von um áframhaldandi setu Sjálfstæðisflokks í ríkisstjórn …

 

 

 

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira

Vigdís í sárum

Landsfundur Miðflokksins um síðustu helgi reyndist Vigdísi Hauksdóttur borgarfulltrúa þungbær. Vigdís hafði af fórnfýsi og áhuga boðist...

Brellumeistarinn Jón Ásgeir

Sagnaþulurinn Einar Kárason mun vera að leggja lokahönd á ævisögu eða málsvörn eins frægasta útrásarvíkings Íslands, Jóns...

Sem dropi í skuldahaf RÚV

Uppsagnir rótgróinna fréttamanna á Ríkisútvarpinu hafa vakið mikla athygli. Fréttamennirnir Pálmi Jónasson og Jóhann Hlíðar Harðarson hafa...