Eiginmaðurinn styður varaformanninn

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Orðrómur

360 manns rita nafn sitt undir stuðningsyfirlýsingu við  Heiðu Björg Hilmisdóttur sem varaformann Samfylkingar. Þetta kemur fram í heilsíðuauglýsingu í Stundinni í dag. Heiða hefur gegnt embætti varaformanns undanfarin ár en nú hefur Helga Vala Helgadóttir, alþingismaður Samfylkingar, hefur skorað Heiðu á hólm og vill fá varaformannsstólinn. Breiðsíðan gegn Helgu Völu hefur að geyma þónokkra þungavigtarmenn. Á meðal þeirra eru Ellert B. Schram, fyrrverandi alþingismaður og  Ólína Þorvarðardóttir, doktor og fyrrverandi alþingismaður Samfylkingar. Sérstaka athygli vekur að Hrannar B. Arnarsson ritar undir stuðninginn við Heiðu Björg en hann er reyndar eiginmaður hennar og þekkir hana þannig betur en flestir aðrir. Viðbúið er að róðurinn verði þungur fyrir Helgu Völu. Tapi hún slagnum mun það þýða gengisfall hennar innan flokksins. Sigri hún aftur á móti er formannsstóllinn hugsanlega í sjónmáli. Það er allt undir …

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira

Vigdís í sárum

Landsfundur Miðflokksins um síðustu helgi reyndist Vigdísi Hauksdóttur borgarfulltrúa þungbær. Vigdís hafði af fórnfýsi og áhuga boðist...

Brellumeistarinn Jón Ásgeir

Sagnaþulurinn Einar Kárason mun vera að leggja lokahönd á ævisögu eða málsvörn eins frægasta útrásarvíkings Íslands, Jóns...

Sem dropi í skuldahaf RÚV

Uppsagnir rótgróinna fréttamanna á Ríkisútvarpinu hafa vakið mikla athygli. Fréttamennirnir Pálmi Jónasson og Jóhann Hlíðar Harðarson hafa...