Lilja í frjálsu falli

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Lilja Alfreðsdóttir, menntamálráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, hefur lengi verið ein helsta vonarstjarna Íslands á sviði stjórnmálanna. innan Framsóknarflokksins hefur verið sterkur vilji til þess að gera hana að formanni og skáka þannig Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, í atkvæðaveiðum á miðjunni og til hægri. En nú eru blikur á lofti hjá Lilju. Hún hefur hrapað í vinsældakönnunum og er það rakið til þess að hún var sakfelld fyrir jafnréttisbrot. Ekki bætir úr skák að Lilja, sem hefur verið þekkt fyrir pólitísk klókindi og hæfileika til að sameina, hefur ákveðið að hefja mál gegn Haf­dísi Helgu Ólafs­dótt­ur, sem jafnréttisnefnd úrskurðaði að ráðherrann Lilja hefði brotið gegn með því að sniðganga hana við skipan ráðuneytisstjóra menntamálaráðuneytisins. Málshöfðun Lilja þykir afar sérkennileg og taktlaus. Lilja var í þættinum á Sprengisandi um helgina. Þar lagði hún lykkju á leið sína og upplýsti að Viðreisn væri andsnúin sér í þessu máli vegna þess að Karitas Gunnarsdóttir, systir Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, hefði verið á meðal þeirra umsækjenda um ráðuneytisstjórastólinn sem var hafnað. Karitas hefur aldrei kvartað og er þess utan starfsmaður menntamálaráðuneytisins. Vinir jafnt sem óvinir Lilju eru agndofa. En sá  sem hæst hlær er Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sem sér sinn helsta keppinaut um formannsstólinn steypa sér í pólitískan voða. En Lilja er til alls vís og allt eins líklegt að hún nái vopnum sínum aftur …

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Forsíðuviðtal Mannlífs

Lestu meira

Vigdís í sárum

Landsfundur Miðflokksins um síðustu helgi reyndist Vigdísi Hauksdóttur borgarfulltrúa þungbær. Vigdís hafði af fórnfýsi og áhuga boðist...