Ólína hundskammar Hannes

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Doktor Ólína Þorvarðardóttir stendur í ströngu vegna bókar sinnar, Spegill fyrir Skugga Baldur. Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, hefur í nikkrum greinum gagnrýnt Ólínu fyrir að hafa sagt að faðir hans, Bjarni Benediktsson, þáverandi ráðherra, hefði haft áhrif í þá veru að Nóbelsskáldið Halldór Kiljan Laxness fékk ekki bækur sínar útgefnar í Bandaríkjunum. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor blandaði sér í málin og áminnti Ólínu fyrir að fara ekki vel með heimildir. Enhverjir muna að Hannes lenti sjálfur í ógöngum þegar hann lét ógert að setja gæsalappir utan um texta sem hann tók frá skáldinu. Ólína hjólaði í Hannes á Facebook. „… Annars þarft þú ekki að kenna mér heimildanotkun Hannes, því ég kann að gera greinarmun á frumheimildum, mínum eigin niðurstöðum og annarra ólíkt sumum sem hafa blandað sér í þessa umræðu. Ég kann líka að gera greinarmun á ályktunum og staðreyndum,“ skrifaði hún af miskunnarleysi. Ekki er ólíklegt að ritdeildan haldi áfram af hörku …

 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Halla vill verða leiðtogi

Mörgum Framsóknarmanninum er brugðið við það að Þórunn Egilsdóttir, leiðtogi í Norðausturkjördæmi og vinsæll þingflokksformaður Framsóknarflokksins, hefur...

Áhyggjur á Fréttablaðinu

Helgi Magnússon. útgefandi Fréttablaðsins, Hringbrautar og DV, er væntanlega áhyggjufullur vegna lesturs á blöðum hans. Nýjustu mælingar...

Nýtt í dag

Harpa og Júlíus selja glæsieignina á Kársnesi

Harpa Þórunn Pétursdóttir, lögfræðingur hjá Orkustofnun, og Júlíus Kemp, kvikmyndagerðarmaður, hafa sett einbýlishús sitt við Kársnesbraut á...

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -