Stóll formanns yrði sigurlaun Áslaugar

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Orðrómur

Innan Sjálfstæðisflokksins er  rætt um það að Bjarni Benediktsson formaður  muni ekki ná að rífa flokkinn upp úr því rúmlega 24 prósenta fylgi sem hann hefur verið fastur í undanfarin ár. Arftaki Bjarna er þó ekki í sjónmáli.  Þórdís Kolbrún Reykfjörð  Gylfadóttir varaformaður átti alla möguleika þar til hún lenti á frægu smitdjammi og ofbauð almenningi. Aftur á móti siglir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra lygnan sjó og fer sínu fram í hvívetna. Hún hóf ráðherraferil sinn með því að stíga tær Davíðs Oddssonar, ritstjóra Moggans, með því að ráða höfuðfjanda hans, Hrein Loftsson hæstaréttarlögmann sem aðstoðarmann sinn. Seinna rak hún Harald Johannessen ríkislögreglustjóra og vin Davíðs, úr embætti. Hún hefur síðan verið fumlaus og föst fyrir í embætti og að mestu laus við mistök. Innan þess valdakjarna flokksins sem tilheyrir Bjarna nýtur hún álits. Nú er um það rætt að hún fari gegn Guðlaugi Þór Þórðarssyni í prófkjöri í Reykjavík. Guðlaugur er þyrnir í augum Bjarna sem ekki má til þess hugsa að hann verði formaður. Ef Áslaug leggur Guðlaug Þór og afgreiðir hann út úr forystusveit flokksins, sem þykir líkleg niðurstaða, geta sigurlaun hennar orðið formannsstóllinn ….

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira

Vigdís í sárum

Landsfundur Miðflokksins um síðustu helgi reyndist Vigdísi Hauksdóttur borgarfulltrúa þungbær. Vigdís hafði af fórnfýsi og áhuga boðist...

Brellumeistarinn Jón Ásgeir

Sagnaþulurinn Einar Kárason mun vera að leggja lokahönd á ævisögu eða málsvörn eins frægasta útrásarvíkings Íslands, Jóns...

Sem dropi í skuldahaf RÚV

Uppsagnir rótgróinna fréttamanna á Ríkisútvarpinu hafa vakið mikla athygli. Fréttamennirnir Pálmi Jónasson og Jóhann Hlíðar Harðarson hafa...