Svartstakkur á flótta frá biskupi

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Orðrómur

Séra Óskar Ingi Ingason, sóknarprestur í Ólafsvík, upplýsti í viðtali við Morgunblaðið um helgina að ætli að hætta prestskap ef róttækar breytingar verði gerðar á verklagi kirkjustjórnarinnar sem hann segir einkennast af einræðistilburðum og leyndarhyggju. Séra Óskar Ingi er einn af þeirra sem gjarnan eru skilgreindir sem Svartstakkur en sá  hópur á í átökum við þá ráðandi stétt inan kirkjunnar sem leidd er af Agnesi Sigurðardóttur biskupi Íslands, og Pétri Markan upplýsingafulltrúa sem gárungar kalla stallara biskups. Þau Agnes og Pétur eru helstu hugmyndafræðingarnir að baki þvi að setja brjóst á Jesú og krossfesta fyrirbærið utan á Strætó. Nú liggur fyrir að Óskar Ingi undirbýr flótta undan ofríki biskups og gefur þau tímamörk að hann hætti eftir tvö ár að óbreyttu.

Fylking Agnesar er gjarnan skilgreind sem Glitstakkar sem er vísun í efnishyggju hópsins og popúlisma. Hópurinn er gjarnan glysgjarn og meira lagt upp úr umbúðum en innihaldi. Þess utan hefur valdstjórn kirkjunnnar hiklaust beitt ákveðnu ofbeldi til að halda niðri þeim sem eru ósammála. Nýlegt dæmi er um séra Skírni Garðarsson, sem var hrakinn á brott úr Lágafellskirkju og loks sviptur embætti vegna opinberunar sinnar á bakverðinum fræga sem læddi sér inn í raðir framlínufólks í Covid-faraldrinum, þeim fyrri, og var handtekinn, sakaður um að villa á sér heimildir. Séra Skírnir er nú útlægur sem prestur og á einskonar vergangi. Reiknað er með að átökin innan kirkjunnar eigi eftir að harðna á næstu misserum og sættir séu í dag nánast ómögulegar …

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira

Vigdís í sárum

Landsfundur Miðflokksins um síðustu helgi reyndist Vigdísi Hauksdóttur borgarfulltrúa þungbær. Vigdís hafði af fórnfýsi og áhuga boðist...

Brellumeistarinn Jón Ásgeir

Sagnaþulurinn Einar Kárason mun vera að leggja lokahönd á ævisögu eða málsvörn eins frægasta útrásarvíkings Íslands, Jóns...

Sem dropi í skuldahaf RÚV

Uppsagnir rótgróinna fréttamanna á Ríkisútvarpinu hafa vakið mikla athygli. Fréttamennirnir Pálmi Jónasson og Jóhann Hlíðar Harðarson hafa...