Þórólfur mokar peningum í World Class |

Þórólfur mokar peningum í World Class

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Björn Leifsson, einn eigenda World Class, er einstaklega átakasækinn. Hann fjargviðrast reglulega út af því að þurfa að loka stöðvum sínum á  meðan veiran grasserar og grætur glatað fé. Nýjasta útspil hans var að veitast að Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni og dylgja um að ástæða aðgerðanna sé sú að  hann hafi fóbíu gagnvart heilsuræktarstöðvum. Kom þá á daginn að Þórólfur er einn þeirra fjölmörgu sem borga fyrir aðgang að stöðvunum án þess að nýta sér þjónustuna.

„Ég er bú­inn að vera viðskipta­vin­ur World Class í mörg ár og borga reglu­lega gjöld þar inn með glöðu geði. Ég hef átt þar góðar stund­ir, meira að segja bú­inn að borga heilt ár­gjald allt þetta ár og hef aldrei farið,“ sagði Þórólf­ur á Rás 2.  Hann mokar sem  sagt peningum í Bjössa og er sannkölluð hjálparhella án þess að fá neitt í staðinn …

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira