Víðir er rosalega seinheppinn

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Sá dáði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur staðið sig eins og hetja í fremstu víglínu gegn Covid-19 og uppskorið að mestu bæði aðdáun og traust. En kappinn er seinheppinn ef marka má að hann er nú í þriðja sinn kominn í sóttkví eftir að hafa komist í návígi við smitaðan einstakling. Víðir lenti einnig í sóttkví í fyrri bylgjunni þegar hann þurfti að  dvelja á hóteli, fjarri fjölskyldu sinni, eftir að smit kom upp. Þá sendi Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, dagskrárgerðarkona á Rás 2, Víði í sóttkví eftir að hún smitaðist. Víðir er Því orðinn hagvanur í sóttkvínni og væntanlega dauðþreyttur á þessu ástandi og óheppninni. Hann getur þó fagnað því í einsemd sinni að hafa sloppið við smit …

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Halla vill verða leiðtogi

Mörgum Framsóknarmanninum er brugðið við það að Þórunn Egilsdóttir, leiðtogi í Norðausturkjördæmi og vinsæll þingflokksformaður Framsóknarflokksins, hefur...

Áhyggjur á Fréttablaðinu

Helgi Magnússon. útgefandi Fréttablaðsins, Hringbrautar og DV, er væntanlega áhyggjufullur vegna lesturs á blöðum hans. Nýjustu mælingar...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -