Vill ekki láta Gísla Martein niðurlægja sig

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Forsetaframbjóðandinn Guðmundur Franklín Jónsson er enn að kalla eftir pólitískri athygli eftir að hafa verið hafnað rækilega í forsetakosningunum. Nú hyggst Guðmundur, sem gjarnan er kallaður Gúndi, stofna nýjan stjórnmálaflokks, Frjálslynda lýðræðisflokksins, sem hefur fengið bókstafinn O eða núll eftir því hver les. Guðmundur er nú að safna meðmælendum.  Hann stofnaði áður Hægri græna en uppskar sáralítið fylgi á líftíma flokksins Guðmundur nálgast það að eiga íslandsmet í að vera hafnað af kjósendum. Hann hefur þótt hallur undir Donald Trump bandaríkjaforseta en sver hann jafnharðan af sér.

Í morgun hélt Gúndi tölu í lifandi mynd á Facebook þar sem hann upplýsti að Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður hefði boðið sér að koma í þátt sinn um komandi helgi þegar forsetakosningarnnar í Bandaríkjunum verða efst á baugi. Hann sagðist hafa hafnað því að mæta í þáttinn þar sem hann vildi ekki láta niðurlægja sig. Ekki kom skýrt fram i hverju niðurlægingin ætti að felast …

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira

Vigdís í sárum

Landsfundur Miðflokksins um síðustu helgi reyndist Vigdísi Hauksdóttur borgarfulltrúa þungbær. Vigdís hafði af fórnfýsi og áhuga boðist...

Brellumeistarinn Jón Ásgeir

Sagnaþulurinn Einar Kárason mun vera að leggja lokahönd á ævisögu eða málsvörn eins frægasta útrásarvíkings Íslands, Jóns...

Sem dropi í skuldahaf RÚV

Uppsagnir rótgróinna fréttamanna á Ríkisútvarpinu hafa vakið mikla athygli. Fréttamennirnir Pálmi Jónasson og Jóhann Hlíðar Harðarson hafa...