Er hægt að taka sér „frí“ frá Covid?

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Eftir / Ásdísi Ósk Valsdóttur

Ég á vinkonu sem býr erlendis og fyrir nokkrum árum hrundi veröld hennar. Maðurinn hennar fór í smátannaðgerð sem átti að vera einföld. Annað kom á daginn, allt sem gat farið úrskeiðis klikkaði og hann endaði inn á spítala í marga mánuði og var um tíma ekki hugað líf. Á augnabliki breyttist líf hennar og hún þurfti að verða kletturinn og halda utan um börnin, manninn, vinnuna sína og síðast en ekki síst sjálfa sig. Á meðan maðurinn hennar lá enn þá milli heims og helju veiktist mamma hennar alvarlega.

Hún hélt fyrirlestur fyrir nokkrum árum um þessa lífsreynslu og hvernig hún fór í gegnum þetta.

Hún talaði um mikilvægi þess að hafa rútínu. Hún byrjaði alltaf morguninn á því að setja í þvottavél. Hún sagði, alveg sama hvað ég var illa stemmd þá setti ég í vél, þá leið mér eins og ég væri búin að koma einhverju í verk. Stundum var þetta það eina sem ég gerði þann daginn.

Hún talaði líka um mikilvægi þess að taka sér frí frá álaginu. Hún sagði, í klukkutíma á dag var ég Robin, ég var ekki eiginkona, ég var ekki starfsmaður, ég var ekki mamma og ég var ekki dóttir. Ég var Robin og ég nýtti tímann til að hugsa um allt nema það sem var í gangi. Ég nýtti þennan tíma til að hlúa að mér, setja mig í forgang. Ég fór í gönguferðir, ég hlustaði á tónlist. Ég gaf mér klukkutíma á dag.

Núna, þegar við erum í hringiðu Covid og sjáum ekki til lands, velti ég því fyrir mér hvort við ættum ekki stundum að taka okkur „frí“ frá Covid. Taka okkar tíma þar sem við hugum að okkur og okkar velferð. Hringjum í vini sem eru einmana. Hlustum á uppáhaldstónlistina okkar, förum í gönguferðir og erum í núinu. Tökum jafnvel heilan dag þar sem við lesum engar fréttir og njótum þess að vera til.

Höfundur er eigandi Húsaskjóls fasteignasölu og félagi í FKA.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira

Tölum um unglinga

Höfundur / Sara Dögg Eiríksdóttir, félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur hjá Samskiptastöðinni.  Já, flest höfum við verið þar, sumir...