„Guð blessi ísland 2.0“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Eftir / Andreu Róbertsdóttur

„Þetta hef ég aldrei gert áður, þess vegna veit ég að ég get það!“
Orðin „Þetta hef ég aldrei gert áður, þess vegna veit ég að ég get það!“ eru orð Línu langsokks og eiga vel við á afar sérstökum tímum. Það er ljóst að COVID tekur sér ekkert frí og við erum öll að nálgast framandi, áður óþekkta sviðsmynd í leik og starfi. Hugarfar grósku og vinna með hugrekkið fleytir okkur áfram og skapandi nálganir eru mikilvægari sem aldrei fyrr. Auðvitað reynir það á okkur öll og það er mikilvægt að átta sig á að við erum öll partur af þróun sem er að eiga sér stað.

Höfnum bakslagi og stöðnun
Sem framkvæmdastjóri Félags kvenna í atvinnulífinu FKA er ég svo heppin að fá að vinna með um tólf hundruð athafnakonum, stjórnendum og leiðtogum úr öllum greinum atvinnulífsins sem mynda þétt og öflugt tengslanet FKA. Félagskonur um land allt hafa verið í samtali um hvernig við getum verið alvöru hreyfiafl, verið sýnilegar og stutt hvora aðra í gegnum öflugt og fjölbreytt starf á tímum COVID. Lögð hefur verið áhersla á sjálfsvinsemd, mildi og við höfum verið að tileinka okkur hæfniþætti samtímans og sett okkur í forgang, því við ætlum ekki að láta heimsfaraldurinn taka meira af okkur en nú hefur þegar orðið – og við gefum ekki þumlung eftir þegar kemur að jafnréttinu, höfnum bakslagi og stöðnun. Við vitum að jafnrétti er ákvörðun.

„Guð blessi ísland 2.0“
Það sáu ekki allir fyrir sér að ferðaþjónustan yrði drifkrafturinn í síðasta hagvaxtarskeiði og kæmi okkur í gegnum bankahrunið á methraða. Við sáum ekki fyrir okkur að ferðaþjónustan yrði sá drifkraftur sem hún varð og nú þegar „Guð blessi ísland 2.0“ tímabilið er í gangi verðum við að átta okkur á að það er einhver ófyrirséður drifkraftur sem mun endurreisa hagkerfið að nýju. Innviðir eru til staðar í ferðaþjónustunni til að taka flugið aftur en öllum er ljóst að það er margt að fara að breytast varanlega og annað tímabundið og því mikilvægt að skapa ný störf og nýta þetta einstaka tækifæri til að skapa nýja framtíð.

Loftum út – Orkuskiptin í fundarherbergjunum
Það hafa svo margir stjórnendur fengið góðan tíma, alltof langan tíma til að ruglast í rýminu þegar kemur að jafnréttinu að nú er komið gott, við ætlum að hafa þetta í lagi. Loftum út – Orkuskiptin í fundarherbergjunum er yfirskrift morgunfundar á netinu sem Félag kvenna í atvinnulífinu FKA og OR standa fyrir eftir helgi, klukkan hálf níu á mánudagsmorgun 2. nóvember 2020. Þar miðlum við jafnréttisvinnu þegar aðilar úr framlínu íslensks atvinnulífs ræða hugmyndir til að efla jafnréttisvitund og gera jafnréttið notendavænna. Hlutirnir verða að vera í lagi er kemur að jafnréttinu og við þurfum öll að geta nýtt okkur jafnréttið í þessum nýja veruleika sem við erum að skapa og eigum að vera að skapa saman. Þar sem við erum eins langt frá fyrirsjáanleika og hugsast getur er ekki hægt að lofa að fullsköpuð og spriklandi framtíð verði komin á hreint eftir fundinn okkar en við munum eiga samtalið og þú ert velkomin/n. Skjáumst á mánudaginn!

Höfundur er framkvæmdastjóri Félags kvenna í atvinnulífinu FKA.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira

Kærleikurinn strangi og mjúki

Leiðari úr 45 tölublaði Vikunnar.Fíknisjúkdómar leggja undir sig heilu fjölskyldurnar, sundra þeim og eyðileggja einstaklinga. Fíkniefnaneytandinn er...

Farsóttarþreyta og heimavinna

Höfundur / María Rúnarsdóttir, félagsráðgjafi og sáttamiðlari hjá SamskiptastöðinniDaglegt líf fólks hefur tekið miklum breytingum vegna heimsfaraldurs...

Þú getur átt góða og ástríka stjúpfjölskyldu

Höfundur / Sara Dögg Eiríksdóttir, félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur hjá Samskiptastöðinni.   Þið hafið bæði verið áður í samböndum og eigið...