23 framlög keppa í kvöld: Hver verður stjarna framtíðarinnar?

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Söngkeppni framhaldsskólanna fer fram í kvöld kl. 19.45, en keppnin sem nú er haldin í þrítugasta sinn verður í beinni útsendingu á RÚV frá húsnæði Exton í Kópavogi, og er hún án áhorfenda.

Keppnin átti að fara fram í vor en var slegið á frest til hausts vegna COVID-19 faraldursins, og vegna hertra smitvarna fer hún fram án áhorfenda.

Kynnar keppninnar eru Arnór Björnsson og Berglind Alda Ástþórsdóttir. Dómarar eru Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Flosi Jón Ófeigsson og Salka Sól Eyfeld, en þau hafa öll tekið þátt í keppninni. Sigurvegari kvöldins verður kosinn af dómnefnd og áhorfendum heima með símakosningu. Athvæði almennings hafa helmingsvægi á móti atkvæðum dómnefndar.

Röð keppenda í kvöld, en úrslitin munu ráðast af niðurstöðu dómnefndar og símakosningar.
Til að kjósa hringirðu eða sendir SMS í 900 91 og númer lags. Hvert atkvæði kostar 199 kr. Engin takmörk eru á fjölda atkvæða úr hverju símanúmeri. Símakosning opnar þegar útsendingin hefst á RÚV kl. 19:45.

Margir af þekktusta tónlistarfólki landsins hefur stigið sín fyrstu skref í keppninni, og margir þeirra í sigursæti. Má þar nefna Aron Hannes, Birgittu Haukdal, Emilíönu Torrini, Glowie, Hjaltalín og Pál Óskar. Það er því alltaf gaman að fylgjast með keppninni.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira