Á níræðisaldri með milljóna áhorf á TikTok – Dans spyr ekki um aldur

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hjónin Sylvia, 82 ára, og John Dylan, 88 ára eru með rúmlega 426 þúsund fylgjendur á TikTok og hafa dansmyndbönd þeirra vakið mikla athygli og hrifningu, og horfa fleiri þúsund á hvert þeirra.

Hjónin búa í Doncaster í Yorkshire á Englandi og ákvað dóttir þeirra að búa til aðgang á TikTok fyrir foreldra sína, svona til að gleðja þau í útgöngubanni sem sett var á þar í landi.

Myndband af þeim að dansa við lag Elvis Presley, Don´t Be Cruel, hefur fengið yfir 8 milljón áhorf samkvæmt frétt Daily Mail. Á myndböndunum má sjá hjónin dansa af list við þekkt lög frá þeirra gullaldarárum eins og sagt er auk nýrri laga og hjónin hreinlega ljóma af ást og gleði þegar tónlistin byrjar.

@jackiebroadbent1

♬ оригинальный звук – Tomato Juice

Joseph á við hjartavandamál að stríða og Sylvia er með gigt og á við öndunarerfiðleika að stríða vegna langvinnar lungnateppu, þannig að þau eru ekki jafn fótfrá og á sínum yngri árum, en það er unun að fylgjast með þeim. Hjónum sem líklega verða að teljast mjög ólíkleg til vinsælda á TikTok sem er meira notaður af mun yngri notendum.

Það var dóttir þeirra, Jackie Broadbent, sem er 60 ára, sem fékk hugmyndina um að fá foreldra sína til að hreyfa sig. Ástæðan var sú að hún hafði áhyggjur af því að þau voru ekkert að fara út úr húsi og hitta fólk sökum kórónuveirufaraldursins.

Á aðeins nokkrum vikum var fylgjendahópurinn kominn í 120 þúsund og myndböndin búin að fá yfir 1,5 milljón „læka.“

@jackiebroadbent1

♬ Hit The Road Jack – Ray Charles

„Þau voru orðin frekar leið í fyrstu bylgjunni og sátu bara allan daginn heima fyrir, komust ekkert og hittu engan,“ segir dóttir þeirra. „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað og þau hafa bæði gaman af því að dansa, þannig að ég fór að spila uppáhalds lögin þeirra og fá þau til að hreyfa sig.“

„Þetta hefur verið alveg frábært fyrir þau, lyft geðinu hjá þeim og gert þau jákvæðari. Mamma var bara ekkert að tala áður, sat bara þarna. Að syngja og dansa hefur svo sannarlega hresst þau við.“

„Þegar ég fer í heimsókn til þeirra núna, geta þau ekki beðið eftir að dansa. Mamma maldar aðeins í móinn og segir „þurfum við þess?“ en svo er hún snögg á fætur og byrja.“

Sylvia og John með dóttur þeirra Jackie

Allt hófst þetta þó með því að barnabarn þeirra, Jessica 13, saknaði afa og ömmu og óskaði eftir að Jackie tæki upp myndband á TikTok og sendi henni. „Þannig hófst þetta allt saman, en Jessica og pabbi höfðu áður tekið upp eitt myndband saman,“ segir Jackie.

Myndböndin af þeim hafa vakið athygli um allan heim þökk sé TikTok og glatt fylgjendur þeirra. Margir skilja eftir athugasemdir við myndböndin og segir Jackie að hún reyni að lesa þau öll fyrir foreldra sína þegar hún fer í heimsókn.

„Ég næ samt varla að lesa þau öll. Þau hafa fengið skilaboð frá Ástralíu, Síberíu, Hawaii, Mexíkó. Þetta er alveg æðislegt. Fólk segir að myndböndin veiti þeim gleði, og gefi þeim ástæðu til að mæta til vinnu þann dag. Mamma og pabbi eru að elska þessi skilaboð sem þau eru að fá.“

Auk þess að dansa þá hefur John einnig sungið fyrir fylgjendur þeirra hjóna.

@jackiebroadbent1

♬ original sound – Jackie Broadbent

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -