Anna enn ólofuð eftir 10 mánuði á Tinder: „Vænd um að vera fake persóna“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Anna Kristjánsdóttur, fyrrum vélstjóri, unir hag sínum vel á Tenerife þar sem hún hefur verið búsett um nokkurn tíma. Anna er einhleyp, og líkt og einhleypra kvenna (og karla) er siður hefur hún reynt að leita að ástinni með notkun forrita fyrir einhleypa. En þrátt fyrir 10 mánuði á Tinder hefur lítið þokast í þeim efnum.

„Það eru komnir nærri tíu mánuðir síðan ég skráði mig á Tinder og hélt að nú væri búið að bjarga málunum, hundruð samkynhneigðra kvenna myndu sópast að mér og sýna mér ást og umhyggju hér í Paradís og það leið ekki á löngu uns ein beit á agnið,“segir Anna í færslu á Facebook, en þar lýsir hún reglulega á gamansaman hátt daglegu lífi sínu á Tenerife.

Segir Anna að konan hafi birt mynd af sér með buxurnar á hælunum inni á klósetti og Anna með mynd af sér að tala í kirkju, auk þess sem hún hafi ekki haft áhuga á nánari kynnum við konuna. Önnur kona hafi síðan komið í líf hennar og flutt nær samstundis inn á Önnu.

„Það fór heldur ekki vel. Síðan hefi ég verið ein og ólofuð,“ segir Anna og bætir við að vinkona hennar hafi ráðlagt henni að stækka leitarsvæðið, sem Anna gerði og þá var allur heimur einhleypra í boði.

Að lokum hafi ein bitið á agnið, sem þó er búsett 9200 km í burtu, en þar sem Anna vildi fresta spjalli sökum feimni, þá sakaði konan Önnu um að villa á sér heimildir.

„Við ákváðum að spjalla aðeins saman á messenger. Vegna meðfæddrar feimni minnar (alveg satt, ég er drullufeimin) reyndi ég að fresta spjallinu um sólarhring, en þá var ég samstundis vænd um að vera fake persóna og það tók mig talsverðan tíma að sannfæra konuna um að ég væri ekkert fake. Það verður gaman að sjá hvernig þróunin verður í samskiptunum,“ segir Anna, sem enn ólofuð spyr hvort einhver vilji flytja úr kuldanum til hennar í Paradís.

Dagur 2.60 – Tinder.Það eru komnir nærri tíu mánuðir síðan ég skráði mig á Tinder og hélt að nú væri búið að bjarga…

Posted by Anna Kristjánsdóttir on Þriðjudagur, 13. október 2020

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira