Anna og Friðrik Agni berskjalda sig: „Fanginn ert þú sjálf/ur”

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Vinirnir Anna Claessen og Friðrik Agni taka berskjaldað samtal í hlaðvarpinu ÞÍN EIGIN LEIÐ í dag. Aðalefni umræðunnar er hugtakið fyrirgefning og persónuleg mörk:

„Getum við virkilega haldið áfram veginn og lifað í sátt ef við getum ekki sleppt tökum?

Ef við eigum ókláruð tilfinningaleg mál sem við burðumst með í bakpokanum hvert sem við förum þá finnum við fyrir gremju og reiði. Af hverju ættum við svo sem að vilja lifa í gremju og reiði? Kannski er einhver sem gerði okkur eitthvað í fortíðinni sem við hreinlega höfum ekki fyrirgefið. Þurfum við að fyrirgefa manneskjunni eða getum við að minnsta kosti fyrirgefið atvikið?

Fyrirgefningin er fyrir okkur sjálf svo að við sjálf getum átt okkur líf.

Til þess að sleppa tökunum á öllu gamla draslinu sem er að íþyngja okkur í lífinu.

Það hjálpar ekki að spila gömlu minningarnar í hausnum aftur og aftur bara til þess að kvelja sjálfa/n þig og réttlæta vanlíðan.

Þú horfir ekki á sömu slæmu biómyndina aftur og aftur. Af hverju ættir þú að gera það með minningarnar þínar?

Stundum koma triggerar sem senda okkur skilaboð beint í líkamann. Ertu að hlusta og taka eftir líkamanum? Kökkur í hálsinum? Hvað er kökkurinn að segja þér?

Triggerarnir okkar eru skilaboð og við verðum að þekkja mörkin okkar.

„Ég var ekkert að fatta það en mjög lengi var ég ekkert með mörk. Get ég sagt NEI? Hef ég val?,“ segir Friðrik.

„Ef einhver vildi mig þá bara auðvitað fékk hann mig. Ég var ekkert að spá í hvort ég vildi hann,“ segir Anna. „Hvað gerðir þú svona slæmt svo að þú eigir þetta skilið?“

Eitthvað frá fortíðinni veldur því að mörkin okkar verða þokukennd en með þroska og sjálfskoðun þá höfum við öðlast getuna til að sjá triggerana, sjá hvar mörkin liggja en einnig sjá hvaða hluti við verðum að læra að sætta okkur við og sleppa tökum á.

Það er ákveðin frelsun sem fylgir því að fara í gegnum ferli fyrirgefningar. Eins og þú sért að sleppa saklausum fanga úr fangelsi eftir mörg ár og fanginn ert þú sjálf/ur.“

ÞÍN EIGIN LEIÐ er á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsmiðlum.

Nýir þættir koma inn alla mánudaga þar sem Friðrik Agni kynnist fólki sem fer sína eigin leið og annan hvern föstudag eru sérstakir þættir þar sem Anna Claessen og Friðrik Agni kryfja erfiða mannlega þætti í ræmur, berskjalda sálina og spyrja spurninga.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira

Svala og Kristján fengu sér paraflúr

Kærustuparið Svala Björgvins, söngkona, og Kristján Einar Sigurbjörnsson, sjómaður, innsigluðu ástina með húðflúri í gær.Svala fékk...