Árið 2020 í hnotskurn – Þjóðþekktir einstaklingar og atvik: Sjáðu frábæra teikningu Tómasar

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Myndin er minn óður til listar, fólks, menningu og farsans sem þetta ár er búið að vera víða,“ segir Tómas Valgeirsson einn af umsjónarmönnum kvikmyndir.is,  einlægur áhugamaður um kvikmyndir, og fyrrum blaðamaður um teikningu sína sem hann frumsýndi í gær.

„Hér er ein leið til að súmma upp 2020,“ segir Tómas um myndina, sem er upphitun hans fyrir 2020 áramótamynd í „Hvar er Valli?“ þema, þar sem á myndinni má finna þjóðþekkta einstaklinga, atvik sem hafa farið hátt í umræðunni, og minna þekkta einstaklinga, þar á meðal vini og fyrrum vinnufélaga Tómasar.

2020 séð með augum Tómasar
Mynd / Aðsend

„Ég föndra mikið við teikningar og grillaðar skopmyndir og gafst óvenju mikill tími fyrir slíkt þegar COVID-aldan hófst,“ segir Tómas, sem í vor teiknaði hópmynd sem hann birti á Facebook og Instagram, þar sem hann sagðist sakna fjöldasamkoma og fólksins. Einnig teiknaði hann mynd af gestum úr ólíkum áttum menningar í sætum Þjóðleikhússins að áskorun Írisar vinkonu sinnar, sem sjá má hér.

Eins og áður sagði er myndin einungis upphitun fyrir það sem koma skal, áramótamynd 2020 og aldrei að vita hvað eigi eftir að gerast þessar vikur sem eftir eru af árinu. Tómas segist hafa fengið fjölda skilaboða vegna myndarinnar og ákvað því að gefa upp nokkra „svindl-punkta“:

„Þetta er símaklefinn úr Bill & Ted efst á þakinu, ekki TARDIS.
Í einu tilteknu herberginu er hópur „Cancelled“ fólks/vafasamra prakkara, þar á meðal Ezra Miller, Jeffrey Toobin og fleiri.
Það eru sjö íslenskir álfar á myndinni, allir í sínu mission’i (og einn er reyndar í hörkusleik við Poppy prinsessu, reynið að spotta það).
Ómar Úlfur sér um að plötusnúðast á háaloftinu.
Will Smith sést þarna í ástarsorg, við hliðina á honum er Forrest Gump með grímu.
Trausti Eysteins er þarna líka með leiðindi, líkt og manninum sæmir.
Almennt eru yfir 40 tilvísanir í bíómyndir og poppkúltúr, enn fleiri í deiglu þessa árs.
Njótið!“

Myndina má skoða í fullri upplausn hér.

Mynd frá ferlinu
Mynd / Aðsend

Mynd frá ferlinu
Mynd / Aðsend

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira

Svala og Kristján fengu sér paraflúr

Kærustuparið Svala Björgvins, söngkona, og Kristján Einar Sigurbjörnsson, sjómaður, innsigluðu ástina með húðflúri í gær.Svala fékk...