Arnar Gauti snýr aftur á skjáinn

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Arnar Gauti Sverrisson tískusérfræðingur og innanhússráðgjafi mætir aftur á skjáinn með nýja sjónvarpsþætti, sem bera nafnið Sir Arnar Gauti.

Í þáttunum mun Arnar Gauti heimsækja falleg og vel hönnuð íslensk heimili og sýnir fyrir og eftir breytingar. Hann kynnir sér flóruna í íslenski matar- og veitingahúsamenningu, skoðar uppbyggingu nýrra hverfa með nútímaarkitektúr ásamt því að fjalla um hin ýmsu lífsstílstengdu efni.

Í fyrsta þætti verður innlit hjá Ingu Tinnu Sigurðardóttur athafnakonu og eins eigenda Dineout.is og Icelandic Coupons. Auk þess mun Arnar Gauti fjalla um breytingar á American Style í Skipholti sem hann sá um fyrr á árinu.

Þættirnir hefjast 24. september á Hringbraut.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira