Baggalútur veltir fyrir sér stóru spurningunni – Sjáðu myndbandið

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hljómsveitin Baggalútur gaf í dag út lagið Er ég að verða vitlaus eða hvað? auk myndbands við lagið.

Flytjendur eru Guðmundur Pálsson, söngur. Þorsteinn Einarsson, gítar, dóbró. Bragi Valdimar Skúlason, orgel og er lagið eftir Braga Valdimar og texti eftir Káinn. Upptökustjórn & hljóðblöndun: Guðmundur Kristinn Jónsson. Kvikmyndataka: Ívar Kristján Ívarsson.

Lagið er af hljómskífunni Kveðju skilað, þar sem Baggalútur flytur ný lög við kvæði eftir vestur–íslenska skáldið Káinn (Kristján Níels Júlíus Jónsson, 1860–1936).

Mig langar ekki’ í bitter eða bjór
né brennivín — þótt slíkt eg gæti fengið
eg er orðinn eins og þvengur mjór
og af mér tálgað bæði spik og rengið.

Er eg að verða vitlaus — eða hvað?
Eg vildi’ að einhver gæti sagt mér það.

Eg lærði sögu’ um lyginn mann
með lipurt fótatakið.
Í kringum tréð svo hart hann rann,
að hann sá á sér bakið.

Er eg að verða vitlaus — eða hvað?
Eg vildi’ að einhver gæti sagt mér það.

Ef eg fer, þá fer eg ber,
ferðast eins og Ghandi.
Eg er þekktur, heima og hér,
sem holdi klæddur andi.

Er eg að verða vitlaus — eða hvað?
Eg vildi’ að einhver gæti sagt mér það.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira