Bataferli og upprisa Heru Bjarkar: Fannst erfiðast að mæta sjálfri sér |

Bataferli og upprisa Heru Bjarkar: Fannst erfiðast að mæta sjálfri sér

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hera Björk Þór­halls­dótt­ir söng­kona og fasteignasali gafst upp á því að standa ein í bar­áttu við offitu og leitaði sér hjálp­ar. Segir hún að aukin þyngd hennar hafi verið farin að valda henni mik­illi van­líðan og hún ját­ar að hún hafi ekki fengið hlut­verk í söng­leikj­um vegna þyngd­arinnar. Röddin var til staðar, en búningarnir pössuðu ekki.

Heimildarmyndin Þung skref eft­ir Ingu Lind Karls­dótt­ur fylgir eftir með bata­ferli og upprisu Heru Bjark­ar. Inga Lind fylgdi henni eft­ir í þrjú ár eftir að Hera Björk fór í aðgerð sem kall­ast maga­ermi.

Hera ræðir einnig aðgerðina í forsíðuviðtali Vikunnar, ásamt mörgu fleira.

Það þyrmdi yfir hana þegar hún hugsaði um þá staðreynd að ef hún næði ekki tök­um á lík­ama sín­um eins fljótt og mögu­legt væri myndi offita draga hana til dauða. Það var ekki þannig sem hún hafði séð fyr­ir sér að þetta myndi enda. 

Hera Björk greinir frá ótta sín­um við nýju út­gáf­una af sjálfri sér, nýju Heru, sem líta muni dags­ins ljós ef aðgerðin heppn­ast vel. Þar var yfir ýmsa þrösk­ulda að stíga mánuðina og árin eft­ir aðgerðina sjálfa. Þar upp­lifði hún að staða henn­ar í sam­fé­lag­inu breytt­ist, álit fólks sömu­leiðis en erfiðast fannst henni að mæta sjálfri sér.  

Mynd­in kem­ur inn á Premium Sjón­varps Sím­ans á fimmtu­dag. Skot sér um framleiðslu.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira