Beðmál í borginni snýr aftur

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Þættirnir Sex and the City, eða Beðmál í borginni, eins og þeir hétu í íslenskri þýðingu RÚV, nutu fádæma vinsælda árin 1998-2004. HBO Max hefur nú tilkynnt að framleidd verði ný þáttaröð, sem inniheldur tíu hálftíma langa þætti.

Sarah Jessica Parker, Cynthia Nixon og Kristin Davis endurtaka hlutverk sín. Kim Cattrall, sem lék Samönthu Jones, mun ekki vera með í þáttaröðinni. Stöllurnar þrjár eru einnig framleiðendur ásamt Michael Patrick King.

Nýji hlutinn mun heita „And Just Like That…..“ og mun segja frá vinskap og ástarlífi vinkvennanna á sextugsaldri í New York. Tökur munu hefjast í vor.

Candace Bushhell gaf bókina Sex and the City út 1997, þættirnir voru síðan sýndir á HBO árin 1998-2004 og komu tvær kvikmyndir út 2008 og 2010.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Phil Spector látinn

Phil Spector, lagahöfundur og framleiðandi, er látinn, 81 árs að aldri.Spector lést á laugardag vegna COVID-19 kórónuveirufaraldursins...

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -