Bergrún Íris hlýtur barnabókaverðlaun Vestnorræna ráðsins í ár

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Bergrún Íris Sævarsdóttir hlaut rétt í þessu barnabókaverðlaun Vestnorræna ráðsins fyrir bókina Lang-elstur að eilífu.

Í janúar hlaut Bergrún Íris Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir sömu bók. Lang-elstur að eilífu er þriðja bókin í seríu hennar um vinina Rögnvald og Eyju. Þau eru bestu vinir þrátt fyrir að það sé 90 ára aldursmunur á þeim og lenda þau í ýmsum ævintýrum saman.

Verðlaunabókin

Í janúar hlaut Bergrún Íris Fjöruverðlaunin fyrir bókina Kennarinn sem hvarf.

Bókabeitan gefur báðar bækurnar út.

Bergrún Íris er jafnframt Bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2020.

Ásamt bók Bergrúnar Írisar voru bækurnar Loftar tú mær? (Grípur þú mig?) eftir Rakel Helmsdal frá Færeyjum og Orpilissat nunarsuarmi kusanarnersaat (Fallegasta jólatréð í heimi) eftir Juaaka Lyberth frá Grænlandi tilnefndar.

Bækurnar sem tilnefndar voru í ár

Vinningshafi hlýtur 60 þúsund danskar krónur í verðlaun, eða um 1,3 milljón íslenskar.

Horfa má á verðlaunaafhendinguna hér fyrir neðan.

Verðlaunin eru veitt annað hvert ár, færeyska myndabókin Træet (Tréð) eftir Bárð Óskarsson hlaut verðlaunin árið 2018.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Forsíðuviðtal Mannlífs

Lestu meira

Ólafía Hrönn leikur Skugga-Svein

Leikfélag Akureyrar, í samstarfi við Þjóðleikhúsið, setur gamanleikinn Skugga-Svein eftir þjóðskáldið Matthías Jochumsson á svið Samkomuhússins haustið...