Birgitta les fyrir börnin: „Mikið vona ég að börnin njóti vel“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Birgitta Haukdal, tónlistarkona og rithöfundur, er með sögustund fyrir börn á hverjum laugardegi fram að jólum á Facebook og Instagram-síðum sínum.

„Ég ætla að lesa eina Láru bók í hvert sinn. Mikið vona ég að börnin njóti vel,“ segir Birgitta, en nú fyrir jólin koma út tvær nýjar barnabækur frá Birgittu. Bækurnar eru ellefta og tólfta bókin frá henni um ævintýri Láru og Ljónsa á fimm árum.

Í viðtali við Birgittu sem birtist síðustu helgi sagðist hún elska að skrifa bækur fyrir börn og að áhugi þeirra sem lesa bækurnar sé það sem drífi hana áfram í skrifunum. „Ég geri þetta af hugsjón og vil ekki að bækurnar kosti of mikið.“

Sjá einnig: Elskar bókaskrifin eins og tónlistina – „Er að búa til einhvern hugarheim fyrir fólk”

Sögustundirnar lifa áfram á síðum Birgittu þannig að hlusta má á þær sem þegar eru búnar, og svo hlusta aftur og aftur á upplesturinn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira

Kristbjörg og Aron Einar nefna soninn

Hjónin Kristbjörg Jónasdóttir, einkaþjálfari, og Aron Einar Gunnarsson, fótboltamaður og fyrirliði íslenska landsliðsins, eru búin að gefa...

Arnar Gauti og Berglind Sif búin að skíra

Arnar Gauti Sverrisson, tískusérfræðingur og innanhússráðgjafi, og Berglind Sif Valdimarsdóttir, sérkennari fyrir einhverf börn í Álfhólsskóla, skírðu...

Þórhildur og Sævar Helgi eiga von á barni

Þórhildur Fjóla Stefánsdóttir, hugbúnaðarsérfræðingur, og Sæ­var Helgi Braga­son, stjörnu­fræðingur og vísinda­miðlari, eiga von á barni. Parið greinir frá...