Birkir Blær er hinn íslenski Ed Sheeran

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Birkir Blær er tvítugur tónlistarmaður frá Akureyri sem sigraði söngvakeppni framhaldsskólanna árið 2018 á eftirminnilegan hátt – og hefur síðan spilað fjölda tónleika.

Rödd hans og lagasmíðar þykja minna nokkuð á popparann og Íslandsvininn Ed Sheeran en Birkir kveðst sjálfur vera undir miklum áhrifum frá honum.

Í lok ágúst sendi Birkir frá sér sína fyrstu plötu, Patient, sem inniheldur 10 frumsamin lög, en hann naut liðsinnis bróður síns Hreins Orra við hljóðblöndun og útsetningu. Textarnir á plötunni fjalla um uppgjör Birkis við eigin tilfinningar og þyngri hliðar tilverunnar, en platan hjálpaði honum að vinna úr erfiðum tíma.

Birkir ætlar að tjalda öllu til í kvöld, fimmtudaginn 1. október og slá upp heljarinnar útgáfutónleikum á Græna hattinum.

 

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira