Bjarki semur tónlist með stjörnu American Idol: „Mikill heiður fyrir mig“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Tónlistarmaðurinn Bjarki Ómarsson, eða Bomarz eins og hann kallar sig, byrjaði tónlistarferilinn sinn sem trymbill og hefur síðan þá komið víða við á ferlinum. Í dag semur hann tónlist fyrir hina og þessa listamenn og samhliða gefur hann út eigin tónlist.

Sjá einnig: Hafnar verkefnum ef einhver óregla er í spilinu

Bjarki gefur 2. október út lag og myndband sem hann vinnur með bandaríska/norska tónlistarmanninum Chris Medina, sem vakti mikla athygli árið 2010 í tíundu seríu American Idol. Medina komst í 40 manna úrtakið og þótti einn af efnilegri þáttakendum þess árs, og er lagið What Are Words mörgum eftirminnilegt tíu árum seinna.

„Óhætt að segja að þetta sé mitt stærsta samstarf til þessa, en söngvarinn Chris Medina samdi með mér og syngur lagið! Fun fact er að mér fannst lagið hans What Are Words svo fallegt á sínum tíma að ég gerði cover af því og var ég einn af þeim fyrstu til að gera það, að vísu var það ekki eins fallegt en það er annað mál. Heimurinn er allavega lítill svo er víst. Mikill heiður fyrir mig að vinna með þessum snillingi,” segir Bjarki í færslu á Facebook um samstarfið.

En hvar og hvernig kynntust þeir og hvernig kom samstarfið til?

„Samstarfið okkar byrjaði í gegnum Melodi Grand Prix sem er svona eurovision undankeppni í Noregi þar sem hann býr. Ég var með lag í keppninni hér heima og algorythminn á Instagram virkar nú einhvern veginn þannig að maður byrjar að sjá löndin i kring líka og tók þég þá eftir því að Chris var með lag í keppninni í Noregi,“ segir Bjarki í samtali við Séð og heyrt.

„Þetta byrjaði í raun á einhverju emoji svari í story á Instagraml. Síðan byrjuðum við að spjalla, og hann bað mig um að koma út í „writing session“ að vinna fyrir hans sólóverkefni. Ég gerði það og tók „session“ úti með honum, Hanne Mjoen og Alexandra Rotan, sem var í öðru sæti í Eurovision skilst mér. Það var strax komin smá tenging þarna við Noreg og í kjölfarið byrjaði ég að vinna með fleiri listamönnum þar. Síðan hafði Chris áhuga á að syngja inn á lagið hjá mér.“

Mynd / Facebook

Nú varstu að skrifa undir þriggja ára samning við SONY í Danmörku, er það að opna margar dyr fyrir þig?

„Vissulega gerir það lífið þægilegra að vera með smá bakland, en lítið um óraunhæfar væntingar svo sem. Markmiðið er bara að halda áfram að skapa og hafa gaman af þessu.“

Og aðspurður um hvað sé framundan, hvort það sé af verkefnum á To Do-listanum segir Bjarki:

„To Do listinn er alltaf troðfullur. Það er plata væntanleg í byrjun árs 2021 sem ég er að leggja lokahönd á og svo núna í haust kemur lag með mér og GDRN sem við erum bæði virkilega spennt fyrir! Svo auðvitað vinn ég sem pródúser þannig að ég er að vinna bak við tjöldin með mörgum hæfileikaríkum listamönnum sem eru að gefa út efni á næstunni.“

View this post on Instagram

🌧 📷: @maximusjimmy

A post shared by B o m a R z (@bomarzmusic) on

Bjarki hefur meðal annars unnið með Aaron Gillespie, Ingeborg Walther, Svölu Björgvins, Birgi, bara til að nefna nokkra.

Sjá einnig: Sjálfbjarga Svölu er komið út: „Lagið fjallar um að vera andlega sjálfbjarga“

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira