Bleikt hætt eftir 10 ár vegna skipulagsbreytinga

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Glöggir lesendur fregna af fræga fólkinu hafa sjálfsagt tekið eftir að Bleikt er horfið af vef dv.is. Bleikt.is var upphaflega stofnað árið 2010 af Birni Inga Hrafnssyni, núverandi ritstjóra og eiganda Viljinn.is og fyrrum eiganda DV undir merkjum Pressunnar, en Bleikt og Pressan urðu síðar hluti af DV.

„Þetta er liður í skipulagsbreytingu til að betrumbæta vefinn. Við erum alltaf að horfa til þess að gera hann aðgengilegri,“ segir Tobba Marinósdóttir ritstjóri DV í samtali við Séð og Heyrt.

„Bleikt er því í raun komið undir Fókus hjá okkur. Það sem áður hét Bleikt heitir nú Stjörnufréttir og er þá vísað til frétta af erlendum stjörnum. Með þessari breytingu er DV komið með einn mest lesna lífstílsvef landsins en lesturinn var 69 þúsund í síðustu viku samkvæmt lestrartölum Gallup. Til samanburðar er Smartland með 56 þúsund og 39 þúsund á Lífinu á Vísir,“ segir Tobba.

„Guðrún Ósk Guðjónsdóttir umsjónarkona Fókus er búin að tala fyrir þessari breytingu lengi og hún stýrir þessum málaflokki og veit hvað lesendur vilja.“

Mynd / Skjáskot Facebooksíða Bleikt

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira