Bresku konungsbörnin spyrja David Attenborough – Sjáðu myndbandið

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Prinsarnir George og Louis, og prinsessan Charlotte, börn hertogahjónanna William Bretaprins og Kate Middleton, taka höndum saman í krúttlegu myndbandi þar sem systkinin spyrja náttúrulífsfræðinginn David Attenborough spurninga.

Segja má að hér sé um fyrsta opinbera embættisverk systkinanna að ræða, þar sem hvert þeirra spyr Attenborough einnar spurningar um þær áskoranir sem lífríki heimsins glímir við.

George, sjö ára, spyr fyrstur: „Halló David Attenborough, hvaða dýr heldur þú að verði útdautt næst?“, og fær það svar frá Attenborough að hann voni að slíkt gerist ekki.
Charlotte, fimm ára, er næst: „Halló David Attenborough, ég er hrifin af kóngulóm. Er þú líka hrifinn af þeim?“ Louis, tveggja ára spyr Attenborough síðan hvaða dýr honum finnist skemmtilegast.


Í síðustu viku útskýrði William, hversu mikilvæg herferð hans í þágu dýralífs í útrýmingarhættu er, sérstaklega núna þegar hann er orðinn faðir. Í nýrri heimildarmynd, Vilhjálmur prins: Heimur fyrir okkur öll, sem sýnd verður í Bretlandi á ITV á mánudag, segir hertoginn af Cambridge að hann vilji geta sagt sjö ára syni sínum að hann hafi gert það sem hann gat til hjálpa jörðinni. „Ég vil endilega sjá til þess að eftir 20 ár muni George ekki snúa sér að mér og spyrja mig.“

Attenborough hitti fjölskylduna fyrir stuttu.

Þriggja barna faðirinn talar um hvernig verkefnið hefur orðið persónulega eftir að hann varð faðir, og hvernig hann vill skilja eftir sig betri heim fyrir komandi kynslóðir.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira

Alma og Joey Christ og eiga von á barni

Parið Alma Gytha Huntingdon-Williams, jarðfræðingur, og Jóhann Kristófer Stefánsson, útvarpsmaður og rappari, eiga von á barni.Jóhann, sem...