Þáttaröðin Bridgerton kom á streymisveitu Netflix 25. Desember og er sú vinsælasta á Íslandi í dag. Sama á við víðs vegar en síðustu tölur herma að 62 þúsund heimili hafi nú þegar horft á þáttaröðina.
Þættirnir sem eru átta talsins fjalla um átta samrýnd systkini Bridgerton fjölskyldunnar og móður þeirra. Þættirnir eru byggðir á jafnmörgum metsölubókum Julia Quinn, og fjallar fyrsta bókin um elstu systurina Daphne og komu hennar og kynningu í samkvæmislíf London borgar á nítjándu öld. Fyrsta þáttaröðin byggir á fyrstu bókinni þó að atriði úr seinni bókum séu einnig tekin með. Vinir, ættingjar og aðrir einstaklingar og fjölskyldur úr efri stigum samfélagsins koma við sögu, ástir, slúður, samkeppni, sorg og sigrar.
Þáttaröðin er úr smiðju Shondu Rhimes, sem einnig ber ábyrgð á hinum feikivinsælu þáttaröðun Grey’s Anatomy og Scandal.
Við ætlum ekki að segja neitt frekar frá söguþræði Bridgerton, en hvetjum þá sem eiga eftir að horfa á þessa vinsælu og skemmtilegu þætti að drífa í því. Ljóst er að vinsældir þeirra verða til þess að fleiri þáttaraðir verði gerðar.
Leikarar Bridgerton eru fjölmargir og tók People nýlega saman nokkurn fjölda mynda sem þeir hafa birt frá tökum þáttanna.
View this post on Instagram
Það er alltaf pláss fyrir ís