Bridgerton að tjaldabaki |

Bridgerton að tjaldabaki

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Þáttaröðin Bridgerton kom á streymisveitu Netflix 25. Desember og er sú vinsælasta á Íslandi í dag. Sama á við víðs vegar en síðustu tölur herma að 62 þúsund heimili hafi nú þegar horft á þáttaröðina.

Þættirnir sem eru átta talsins fjalla um átta samrýnd systkini Bridgerton fjölskyldunnar og móður þeirra. Þættirnir eru byggðir á jafnmörgum metsölubókum Julia Quinn, og fjallar fyrsta bókin um elstu systurina Daphne og komu hennar og kynningu í samkvæmislíf London borgar á nítjándu öld. Fyrsta þáttaröðin byggir á fyrstu bókinni þó að atriði úr seinni bókum séu einnig tekin með. Vinir, ættingjar og aðrir einstaklingar og fjölskyldur úr efri stigum samfélagsins koma við sögu, ástir, slúður, samkeppni, sorg og sigrar.

Þáttaröðin er úr smiðju Shondu Rhimes, sem einnig ber ábyrgð á hinum feikivinsælu þáttaröðun Grey’s Anatomy og Scandal.

Við ætlum ekki að segja neitt frekar frá söguþræði Bridgerton, en hvetjum þá sem eiga eftir að horfa á þessa vinsælu og skemmtilegu þætti að drífa í því. Ljóst er að vinsældir þeirra verða til þess að fleiri þáttaraðir verði gerðar.

Leikarar Bridgerton eru fjölmargir og tók People nýlega saman nokkurn fjölda mynda sem þeir hafa birt frá tökum þáttanna.

Phoebe Dynevor og Jonathan Bailey leika systkinin Daphne og Anthony en eftir andlát föður þeirra verður Anthony höfuð fjölskyldunnar og ber meðal annars ábyrgð á að fara yfir vonbiðla systur sinnar. Leikararnir eru góðir vinir í raunveruleikanum.

Featherington fjölskyldan eins og hún lítur út þegar leikarahópurinn skemmtir sér saman

Regé-Jean Page (Hertoginn af Hastings) og Martins Imhangbe (Will Mondrich) eru góðir vinir jafnt á skjánum og utan hans

Það var greinilega stuð í partýinu að loknum tökum

Sabrina Bartlett leikur óperusöngkonuna Siena Rosso sem á í ástarsambandi við Anthony

Bridgerton bræðurnir: Luke Newton (Colin), Luke Thompson (Benedict) og Jonathan Bailey (Anthony)

Allir í stíl

Claudia Jessie leikur næstelstu systurina Eloise Bridgerton, sem er staðráðin í að lifa eigin lífi, en ekki verða „bara“ eiginkona

Ipad var ekki staðalbúnaður á 19. öld, en óhætt að taka hann upp þegar vélarnar eru ekki í gangi

„Bridgerton’s biggest fans,“ skrifa strákarnir í Bridgerton við þessa skemmtilegu mynd

Florence Hunt og Will Tilston, bæði 13 ára, leika yngstu systkinin, Hyacinth og Gregory. Leikararnir eru bæði komin með Instagram til að deila myndum og minningum með aðdáendum sínum.


Það er alltaf pláss fyrir ís

Nicola Coughlan (Penelope) og Luke Newton (Colin) smella í sjálfu

Speglasjálfur á nítjándu öld?

Hettupeysa er ólík þægilegri klæðnaður en margir kjólana sem leikkonurnar klæðast í þáttunum

Molly McGlynn leikur Rose einkaþernu Daphne Bridgerton

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið