Bridgerton slær met – 8 þáttaraðir fyrirhugaðar

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Sjónvarpsþáttaröðin Bridgerton sló jólamet á Netflix en yfir 63 milljón heimili hafa þegar streymt þáttaröðinni. Eins og flestum er kunnugt sem fylgst hafa með þáttunum eru þeir byggðir á vinsælum bókaflokki Juliu Quinn. Bækurnar eru átta talsins og því hafa margir beðið spenntir eftir fréttum um hvort framhald verði á ævintýrum og sögu um Bridgeton fjölskylduna og kunningja þeirra á sjónvarpsskjánum.

Samkvæmt frétt The Sun hefur Chris Van Dusen sem er framleiðandi og höfundur þáttanna gefið sterklega til kynna að þáttaraðirnar verði jafn margar og bækurnar.

„Fjölskyldan samanstendur af átta börnum og bækurnar eru átta. Ég myndi elska að geta fókusað á og sagt sögur og ástarsögur allra Bridgerton systkinanna. Ég myndi elska að þáttaraðirnar yrðu átta.“

Hann segir jafnframt að næstu þáttaraðir gætu fókusað á aðrar persónur þáttanna. „Það væri áhugavert, en þó er enn þá of snemmt að segja eitthvað um það. Ástarsaga Daphne og Simon var söguefni fyrstu þáttaraðarinnar. Auk þess lögðum við grunninn aö öðrum persónum og sögum, meðal annars ástarsögu Anthony.“

Anthony er elsti bróðir Bridgerton fjölskyldunnar

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -