CCP hlýtur vottun sem frábær vinnustaður

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Íslenska leikjafyrirtækið CCP Games, sem er í fremstu röð á sínu sviði, tilkynnir með ánægju að það hefur hlotið vottun sem frábær vinnustaður frá Great Place to Work®, alþjóðlegri stofnun um vinnustaðamenningu. Kemur þetta fram í tilkynningu frá CCP.

Fyrirtækið er einna þekktast fyrir verðlaunaðan tölvuleik sinn fyrir marga spilara, EVE online. CCP kappkostar að skapa og skila bestu leikjaupplifun sem möguleg er. „En við erum líka einstaklega stolt af vinnustaðamenningu okkar,” segir Erna Arnarsdóttir yfirmaður mannauðsmála hjá CCP. „Að fá þessa viðurkenningu hjálpar okkur að halda áfram að gera enn betur í að laða að besta fólkið og að skapa ákjósanlegt starfsumhverfi fyrir það, til þess að styrkja CCP sem eina heild,“ segir Hilmar  V. Pétursson forstjóri fyrirtækisins.

„Þegar fólk hugsar um frábæran vinnustað, hugsar það oft um forréttindi, skrautlegt skemmtanahald og ótrúleg fríðindi,” segir Dr. Gonzalo Shoobridge, yfirmaður Great Place to Work® á Íslandi. „En lykillinn að því að skapa frábæran vinnustað felst ekki í stöðluðum fríðindum starfsfólks heldur í að byggja upp fyrsta flokks tengsl á vinnustaðnum. CCP Games skilur þetta og hefur lagt sig fram um að byggja upp teymi sem starfsmenn njóta þess að taka þátt í, þannig að hver þátttakandi finni til stolts og síðast en ekki síst að byggja upp vinnustaðamenningu trausts. Traust er það sem einkennir frábæra vinnustaði,” segir Shoobridge. „Það er skapað með trúverðugleika stjórnenda og þeirri virðingu sem starfsmenn telja sig fá.” Að skapa vinnustaðamenningu sem byggir á trausti milli æðstu stjórnenda, millistjórnenda og annarra starfsmanna er ekki bara rétt nálgun heldur skapar hún líka mesta samkeppnisforskot fyrirtækis. Á grundvelli æ fleiri vísbendinga veit Great Place to Work® að þau fyrirtæki sem skapa traust og áhuga starfsmanna skila sjálfbærum og framúrskarandi rekstrarárangri.”

„Framtíðarsýn CCP felst í að bjóða upp á frábæra og þýðingarmikla upplifun fyrir alla viðskiptavini okkar,” segir Erna. „Til þess að geta haldið áfram að gera það verðum við að tryggja að við gerum það sama fyrir starfsfólk okkar víðsvegar um heim. Great Place to Work® vottunin fyrir Ísland gerir okkur kleift að láta alla, jafnt viðskiptavini, starfsfólk og samstarfsaðila vita að þeir geti átt von á því besta frá CCP og að okkur sem fyrirtæki sé annt um að skapa frábæra upplifun fyrir alla.”

Til þess að njóta áframhaldandi velgengni veit CCP Games að mælingar á starfsánægju meðal starfsmanna eru lykilatriði. Fyrirtæki þurfa reglulega að meta vinnustaðamenningu sína með því að kanna traust og áhuga starfsmanna á fyrirtækinu þannig að þau geti brugðist við í tæka tíð. „Endurgjöfin sem við fengum frá starfsfólki okkar og lærdómurinn sem við drógum af niðurstöðum kannanna hafa nú þegar nýst gríðarlega vel í því að varpa ljósi á dulin vandamál og það sem vel er gert,“ segir Erna. Traustkönnun (e. Trust Index Survey) Great Place to Work® hefur hjálpað okkur að finna áhersluatriði og næstu skref á mörgum sviðum, m.a. hvað varðar þjálfun og starfsþróun auk velferðar starfsfólks.“

Great Place to Work® vottar með ánægju að CCP Games veiti starfsumhverfi þar sem öllum starfsmönnum finnst sér treyst og að þeir séu metnir að verðleikum, þar sem þeir séu hvattir til þróunar í starfi. „Við bjóðum CCP velkomið í hið alþjóðlega samfélag Great Place to Work,” segir Shoobridge. „Að sjálfsögðu fyllir engin viðurkenning æðstu stjórnendur meira stolti en að fá vottun sem frábær vinnustaður (e. Great Place To Work) því það sendir umheiminum þau skilaboð að þeir hafi skapað vinnustaðamenningu sem starfsmenn, viðskiptavinir og þjónustuveitendur kunna að meta, dást að og virða.“

Um CCP Games

CCP Games er sjálfstætt leikjafyrirtæki í fremstu röð á sínu sviði. Það hefur hlotið lof fyrir listfengi, tækni og leikjahönnun sem greiðir fyrir sjálfskipulagshæfni og fyrir að valdefla notendur með hrífandi aðferðum til sjálfstjáningar. Með tilkomu EVE Online á markað í maí 2003 náðu CCP Games fótfestu sem brautryðjandi á sviði leikja fyrir marga spilara og hefur fyrirtækið unnið til fjölda verðlauna og notið mikillar hylli á heimsvísu. CCP var stofnað 1997 með áætlanir um að brjóta blað á öllum sviðum með því að búa til sýndarheima sem hefðu meiri merkingu en hefðbundið líf. CCP Games hefur höfuðstöðvar í Reykjavík og rekur útibú í London og Shanghai.

Um Great Place to Work® á Íslandi

Great Place to Work® hjálpar atvinnurekendum að bæta ráðningarferli, úthald í starfi og framleiðni með því að leggja höfuðáherslu á starfsfólk fyrirtækja. Sem alþjóðleg stofnun um vinnustaðamenningu greinir hún hvað starfsfólki finnst og atriði til úrbóta þannig að fyrirtæki geti skapað einstaka, árangursdrifna vinnustaði þar sem starfsmönnum finnst þeir metnir að verðleikum og þeim treyst. Sem hluti af alþjóðlegri stofnun nýtir Great Place to Work® gögn og upplýsingar frá um það bil 10 þúsund fyrirtækjum víðsvegar um heim til þess að setja viðmið um árangur einstaklinga og ráðleggja atvinnurekendum um hvernig megi stöðugt bæta áhuga starfsmanna.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira

Svala og Kristján fengu sér paraflúr

Kærustuparið Svala Björgvins, söngkona, og Kristján Einar Sigurbjörnsson, sjómaður, innsigluðu ástina með húðflúri í gær.Svala fékk...