Conchata Ferrell látin

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Bandaríska leikkonan Conchata Ferrell, lést á mánudag, 77 ára að aldri. Banamein hennar var hjartaáfall.

Ferrell er þekktust fyrir hlutverk sitt sem ráðskonan Berta í sjónvarpsþáttunum Two and a Half Men, sem sýndir voru á árunum 2003-2015. Ferrell lék í öllum 12 þáttaröðunum, eða 262 þáttum.

Ferrell fékk nýra- og skjóðubólgu í fyrravetur og hrakaði heilsu hennar stöðugt eftir það. Hún fór í 10 mínútna hjartastopp í vor og dvaldi í nokkrar vikur á sjúkrahúsi eftir það. Að lokum dvaldi hún í langtíma-innlögn á gjörgæsludeild Sherman Oaks sjúkrahússins í Los Angeles í Bandaríkjunum.

Margir meðleikarar og vinir Ferrell minnast hennar á samfélagsmiðlum, þar á meðal leikarinn Charlie Sheen, sem lék á móti henni í Two and a Half Men. Segir hann Ferrell hafa verið „einstaklega elskuleg, sannur fagmaður, traustur vinur, og missirinn sé átakanlegur og sársaukafullur.“

Ferrell hlaut tvenn Emmy verðlaun fyrir hlutverk sitt í þáttunum. Hún var einnig meðal annars þekkt fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum Erin Brockovich (2000), Edward Scissorhands (1991), og Network (1976).

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira