Daníel fluttur með þyrlu á LSH – Rúmt ár síðan lífi hans var bjargað yfir miðju Atlantshafi

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Daníel Örn Wirkner Jóhannesson gullsmiður slasaðist í dag í nágrenni Hellissands og var fluttur með TF-EIR, þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi.

„Ég datt í gjótu og fór úr lið á hné ásamt því að skaða mjöðm og slíta krossbandið,“ segir Daníel, sem er nú á batavegi á LSH. „Ég er þokkalegur,“ svarar hann aðspurður um hvernig honum líði, en Daníel var ásamt öðrum fjölskyldumeðlimum að smala þegar slysið varð.

„Ég vill þakka áhöfn þyrlunnar TF-EIR í dag kærlega fyrir og þökkum til sjúkraflutningamanna í Ólafsvík og LSH, og til annarra sem komu mér til aðstoðar. Ég vil minna alla á að fara varlega og vera vel útbúna,“ segir Daníel.

Í færslu Landhelgisgæslunnar fyrr í dag segir: „Áhöfnin á TF-EIR, þyrlu Landhelgisgæslunnar, var kölluð út á öðrum tímanum í dag að beiðni lögreglunnar á Vesturlandi vegna manns sem slasaðist í nágrenni Hellissands. TF-EIR lenti á flugvellinum á Rifi klukkan 14:23 og flutti manninn til Reykjavíkur. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var mjög hvasst á leiðinni vestur á Snæfellsnes.“

Fyrir rúmu ári síðan var Daníel hætt kominn um borð í vél Icelandair þegar hann fékk flogakast yfir Atlantshafinu í 20 þúsund feta hæð. Lífi hans var bjargað með skjótum viðbrögðum læknis og hjúkrunarfræðings, en aðeins nokkrar mínútur skildi milli lífs og dauða. Daníel sagði frá reynslu sinni og lífshlaupi í viðtali við Mannlíf.

Sjá einnig: „Lífsbjörgin segir mér að ég á greinilega að gera meira í lífinu en að fá flog“

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira