Dillaðu þér með bestu plötusnúðum landsins

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Kraftur stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur hefur nú sett Spotify rás í loftið, Kraftur_cancer.

Þar munu vinsælustu plötusnúðar landsins deila lagalistum sínum, og eru þegar fjórir komnir inn frá Dj Sóley, Dóru Júlíu og MamaGunz.

Það er sú fyrstnefnda,Sóley Kristjánsdóttir eða DJ Sóley, sem kom með hugmyndina. Sjálf er hún félagsmaður í Krafti og hefur náð sér eftir krabbamein.

„Mér datt þetta bara í hug því margir eru alltaf að hlusta á það sama og maður hefur stundum lítið hugmyndaflug. Ég ákvað að tala við nokkra góða plötusnúða um að deila tónlist með félagsmönnum okkar og öðrum því það er til svo mikið af góðri tónlist en stundum veit fólk bara ekki af henni. Tónlist er svo mögnuð. Hún getur algjörlega bjargað deginum, hún lyftir andanum og getur breytt rigningu í sól sem við þurfum svo sannarlega á að halda,“ segir DJ Sóley, í viðtali á heimasíðu Krafts.

Listarnir verða með mismunandi þemu og tónlist eftir stíl viðkomandi plötusnúðs.

„ Ég vissi að Mama Gunz ætti magnaðan suðrænan lista með kúbverskri og suðrænni tónlist. Dóra Júlía er náttúrulega algjör stuðpinni og hún er með tvo lista Groove og Diskó stuð. Svo er að koma listar frá DJ Margeir, annar út í hugleiðslutónlist og hinn með meira raftónlist. Gullfoss og geysir eru líka að fara senda lista en þeir eru svakaleg hittaramaskína,“ segir Sóley.

Sjálf er hún með sígildan klassískan lista sem hún segir notalegan og fullkominn þegar taka á afslappað bað. Listinn heitir Púðursykur og er hip-hop/RB listi.

„Ég lét fyrsta listann heita Púðursykur því ég var með hip-hop og RB tónlistarþátt á X-inu árið 1997 og byrjaði í raun þá ferilinn minn sem plötusnúður svo mér fannst snilld að kalla hann því nafni.”

Von er á fleiri listum og plötusnúðum.

 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Vögguvísur Hafdísar Huldar sú mest selda

Plata söngkonunnar Hafdísar Huld, Vöggu­vís­ur, er mest selda plata árs­ins­ 2020. Vögguvísur seld­ist í 3.939 ein­taka sam­kvæmt...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -