Dj Dóra Júlía hélt upp á afmælið í Sjálandi – „Forréttindi að fá að eldast“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Dóra Júlía, plötusnúður og umsjónarmaður Ljósa punktsins og tónlistans topp 40 á útvarpsstöðinni K100, er 28 ára í dag. Fylgjendur hennar á Instagram geta séð að Dóra Júlía hefur haldið vel upp á daginn, morgunhlaup með mömmu, hádegismatur með pabba hennar og konu hans, pakkar, kökur og að lokum kvöldmatur með hennar nánustu á veitingastaðnum Sjáland í Garðabæ. Dóra Júlía hefur dj-að þar nokkrum sinnum í sumar, meðal annars í brunch um helgar og mun halda því áfram annan hvern laugardag.

Dóra Júlía dj-ar í Sjálandi

Dóra Júlía útskrifaðist með BA-gráðu í listfræði og heimspeki og er hún var í mastersnámi við Háskóla Íslands byrjaði hún að dj-a og þá byrjaði nálin að snúast. Hún hefur dj-að um allan heim fyrir óþekkta sem þekkta eins og breska auðjöfurinn Richard Branson. Dóra Júlía vekur athygli hvar sem er, fyrir ljúfmennsku og einstakan og litríkan fatastíl. Í haust hóf hún mastersnám í listfræði við Háskóla Íslands.

Mynd / Skjáskot Instagram

Mynd / Skjáskot Instagram

Mynd / Skjáskot Instagram

Mynd / Skjáskot Instagram

Dóra Júlía skrifaði pistill á K100 í dag í tilefni afmælisins þar sem hún segir:

„Í dag hef ég farið 28 hringi í kringum sólina, sem lífvera á þessari jörð. Ég er mikill aðdáandi sólarinnar og nýt þess til hins ýtrasta að ferðast hringinn í kringum hana og í leiðinni þroskast, þróast, læra, upplifa og jú eldast.

Það eru nefnilega mikil forréttindi að fá að eldast og fá tækifæri til þess að líta til baka og sjá hvert maður er kominn og hvað maður er þakklátur fyrir. Mér finnst alltaf skemmtilegt að lista niður hvað ég hef helst lært frá ári til árs og finn að með ári hverju á ég í betra sambandi við sjálfa mig. Ég kvíði hækkandi aldri ekki neitt og kann betur að meta allt í kringum mig eftir því sem ég læri meira á þetta líf.

Lífið getur aldeilis leynt á sér og það sem ég hef meðal annars skilið betur er að ég hef ekki minnstu hugmynd um hvert það tekur mig að ári liðnu. Það sem ég veit er að ég get haft gífurleg áhrif á samband mitt við sjálfa mig og með því get ég myndað betra samband við vini, fjölskyldu, kunningja og þá sem á vegi mínum verða.

Ég er alveg ómetanlega þakklát fyrir verðmætið sem í því liggur. Njótum þess að eldast og fögnum tækifærunum sem fela í sér að læra meira og dýpka skilningarvitin.”

Séð og Heyrt óskar litríku ljúfu meyjunni til hamingju með daginn.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Forstöðumaður SA kominn í samband

Davíð Þorláksson, forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins og Daniel Barrios Castilla eru nýtt par.Davíð fagnar fertugsafmæli í dag...

Ólöf Kristín stýrir Listasafni Reykjavíkur áfram

Ólöf Kristín Sigurðardóttir hefur verið endurráðin til fimm ára sem forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur.„Undir hennar stjórn hefur tekist...