Dýrt er hertogahjónaorðið

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hjónin Harry og Meghan keppast nú við að vera fjárhagslega sjálfstæð og afla sér tekna, eftir að hafa kvatt bresku konungsfjölskylduna fyrr á árinu og flutt til Bandaríkjanna.

Milljóna samningur sem er í höfn við Netflix dugar ekki til og bjóða hjónin nú fram þjónustu sína við að mæta á hina ýmsu viðburði og halda ræðu.

Reikningurinn fyrir mætinguna er þó ekki fyrir hvern sem er eftir því sem The Sun fullyrðir, en hjónin eru á mála hjá þekktri umboðsskrifstofu vestanhafs, The Harry Walker Agency, og talið að þau geti rukkað 1 milljón dollara eða tæpar 141 milljón íslenskra króna fyrir ræðuna.

The Sun segist hafa undir höndum fjögurra blaðsíðna blað, þar sem kröfur hjónanna eru nánar skilgreindar. Meðal annars þurfa þau að vita hvernig þau eigi að vera klædd, formlega eða hversdagslega, og þau krefjast þess að fá lista með nöfnum allra gesta viðburðarins..

Hjónin munu einnig áskilja sér þann rétt að fá greiðslu innta af hendi þrátt fyrir að styrktaraðilar viðburðar hætti styrkjum.

Harry mætti á sinn fyrsta viðburð undir þessum formerkjum í febrúar þegar hann mætti á fund með starfsfólki viðskiptabankans JP Morgan í Miami í Bandaríkjunum. Mun hann hafa fengið greiðslu fyrir sem nemur sex stafa tölu sé miðað við dollarann. Í þeirri ræðu opnaði hann sig í fyrsta sinn um að hann hefði verið í sálfræðimeðferð í mörg ár eftir andlát móður hans, Díönu prinsessu.

Fyrrum forsetahjónin Barack og Michelle Obama, og Bill og Hillary Clinton, auk Oprah Winfrey, eru á mála hjá sömu umboðsskrifstofu.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira