Eiríkur auglýsir eftir íbúð á Tenerife

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Eiríkur Bergmann, prófessor í sjórnmálafræði, stefnir á vetardvöl á kanarísku eyjunni Tenerife í vetur. Hann auglýsir eftir íbúð meðal landa sinna sem búsettir eru á eyjunni.

Eiríkur ætlar út á laugardaginn næsta en þá á hann bókað flug með dóttur á unglingsaldri sinni. Stefnir hann til að dvelja á Tenerife út janúar og vonar að fleiri úr fjölskyldunni bætist í hópinn í desember.

Stjórnmálaprófessorinn auglýsir eftir íbúð í hópi á Facebook sem ætlaður er þeim sem búsettir eru á eyjunni.

„Góðan dag ágætu landar
Ég og fjórtán ára dóttir mín eigum bókaða ferð til Tenerife á laugardaginn næstkomandi, 7. nóvember. Við ráðgerum að vera á eyjunni fram í janúar, líkast til fram til janúarloka. Vonandi koma fleiri úr fjölskyldunni í desember ef aðstæður leyfa.

Við erum núna að leita að húsnæði til leigu yfir þetta tímabil. Við höfum augastað á El Médano en erum líka opin fyrir öðrum svæðum en viljum gjarnan vera í fallegum spænskum bæ. Ýmislegt kemur til greina en íbúð með sæmilegu útisvæði væri kostur.

Semsé, ef einhver hér hefur eða veit um húsnæði til leigu sem gæti hentað okkur þá værum við þakklát að fá að vita af því. Með góðri kveðju,“ segir Eiríkur.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira

Sólveig og Jakob eignuðust dóttur

Jakob Birgisson uppist­and­ar­i og Sól­veig Ein­ars­dótt­ir hagfræðingur eignuðust frumburð sinn, dóttur, fyrir stuttu. Dóttirin hefur fengið nafnið...