Eiríkur með COVID-19: „Missti þó aldrei andann“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Eiríkur Jónsson, fjölmiðlamaður og fyrrum ritstjóri Séð og Heyrt er með COVID-19, en hann greinir frá í færslu á eigin vef.

Segist hann hafa vaknað sveittur og kaldur með dynjandi höfuðverk á laugardag. Þá var hann kominn með bullandi hita og segist ekki hafa getað stigið í fæturna.

„Vissi strax að þetta væri Covid. Svaf allan laugardaginn í rennandi blautum rúmfötum og hitastig líkamans virtist sveiflast frá frosti í funa. Missti þó aldrei andann. Braggaðist um kvöldið og var kominn í sýnatöku í hádeginu á sunnudag þar sem grunur minn var staðfestur,“ segir Eiríkur. „Það skrýtna er að síðan hef ég ekki kennt mér meins. Ekki fundið fyrir neinu og er á fjórða degi í einangrun; stálsleginn. Þetta er svona eins og hjá Trump. Hann tók þetta á fjórum dögum og var þá mættur á fjöldafund.“

Hann segir að engin leið sé að vita með vissu hvaðan smitið kom en sjálfur er hann á því að hann hafi smitast í Breiðholtslauginni, þar sem hann var á sunnudag í síðustu viku. Lauginni var lokað þriðjudeginum á eftir vegna smits sem þar kom upp.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira