Elviseftirherma gifti söngkonuna og Stranger Things stjörnuna

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Lily Allen tónlistarkona og David Harbour, leikari og ein af stjörnum sjónvarpsþáttanna Stranger Things, gengu í það heilaga í Las Vegas á mánudag.

Elviseftirherman Brendan Paul, eigandi Graceland kapellunnar og einn af þekktustu Elvis eftirhermum Sin city eins og Las Vegas er oft kölluð, sá um að gefa saman. Eftir á var svo boðið upp á veitingar; hamborgara og tilheyrandi.

„Í brúðkaupi löggiltu af kónginum sjálfum, giftist prinsessa fólksins hennar heittelskaða, lágstétta, en vingjarnlegum kreditkortaeiganda, í fallegri athöfn sem var uppljómuð af brennandi himni í boði brennandi fylkis nokkrar mílur frá í miðjum heimsfaraldri. Veitingar voru framreiddar í lítilli athöfn í kjölfarið,“ skrifar Harbour á Instagram.

Parið opinberaði samband sitt í ágúst í fyrra í leikhúsferð í London Englandi.

Brúðurin gætir sér á borgurum eftir brúðkaup
Mynd / Facebook

Brúðkaupsvottorðið
Mynd / Facebook

 

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira