Eva Laufey bakar í beinni – Vertu með!

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Eva Laufey Kjaran, matgæðingur og fjölmiðlakona, ætlar að baka í beinni á Instagram á morgun, sunnudaginn 11. október kl. 11.

„Við fórum í gegnum fyrstu bylgjuna af faraldrinum með því að baka nógu mikið og klæða okkur í kjóla. Við ætlum að halda því áfram og koma okkur í gegnum þessa bylgju! Þetta tókst mjög vel síðast og við erum spenntar að baka með ykkur á sunnudaginn,“ segir Eva Laufey, en dætur hennar tvær munu að sjálfsögðu aðstoða móður sína við baksturinn.

View this post on Instagram

Bakstursklúbbur👩🏼‍🍳👨🏽‍🍳👩🏻‍🍳👨🏼‍🍳 Við fórum í gegnum fyrstu bylgjuna af faraldrinum með því að baka nógu mikið og klæða okkur í kjóla. Við ætlum að halda því áfram og koma okkur í gegnum þessa bylgju! Ég og stelpurnar mínar ætlum að baka með ykkur í beinni hér á Instagram sunnudaginn 11.október klukkan 11.00. Þetta tókst mjög vel síðast og við erum spenntar að baka með ykkur á sunnudaginn. Það kemur í ljós á sunnudaginn hvað við ætlum að baka en þið þurfið eftirfarandi: Hráefni: · 5 dl hveiti · 2 egg · 3 dl hrein AB mjólk · 2 – 3 dl mjólk · 1 tsk vanilludropar · 3 tsk lyftiduft · salt á hnífsoddi · 3 msk brætt smjör · 1 msk sykur Meðlæti, frjálst val en til dæmis: · Nutella · Jarðarber · Síróp · Bláber · Bananar · Súkkulaðibitar · Hnetusmjör Áhöld: · Skál · Pískari · dl mál · Panna · Spaði Ætlar þú ekki örugglega að vera með okkur í bakstursklúbbnum? Við erum spenntar og verðum klárar á sunnudaginn 11.október klukkan 11.00. Þið megið endilega deila þessu áfram ef þið þekkið unga bakara sem gætu haft gaman að þessu með okkur 😊

A post shared by Eva Laufey Kjaran (@evalaufeykjaran) on

Eva Laufey gefur ekki upp hvað þær ætla að baka, en þeir sem vilja baka með þurfa að eiga eftirfarandi til bakstursins:

Hráefni:
*5 dl hveiti
*2 egg
*3 dl hrein AB mjólk
*2 – 3 dl mjólk
*1 tsk vanilludropar
*3 tsk lyftiduft
*salt á hnífsoddi
*3 msk brætt smjör
*1 msk sykur

Meðlæti, frjálst val en til dæmis:
*Nutella
*Jarðarber
*Síróp
*Bláber
*Bananar
*Súkkulaðibitar
*Hnetusmjör

Áhöld:
*Skál
*Pískari
*dl mál
*Panna
*Spaði

„Við erum spenntar og verðum klárar á sunnudaginn 11.október klukkan 11.00. Þið megið endilega deila þessu áfram ef þið þekkið unga bakara sem gætu haft gaman að þessu með okkur.“

 

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira