Eyþór Ingi, Þórdís og Ævar muna ekki jólagjafir síðasta árs: „Ehhhh vá nú man ég ekki neitt“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

UNICEF á Ís­landi hefur birt skemmti­legt mynd­band þar sem nokkrir Íslendingar, jafnt þjóðþekktir sem fólk á förnum vegi, eru spurðir hvað þeir fengu í jóla­gjöf í fyrra.

Til að gera langa sögu stutta, þá man ekkert þeirra hvað þau fengu í jólagjöf fyrir tæpu ári, en á meðal þeirra sem svara eru Eyþór Ingi Gunnlaugsson, tónlistmaður, Sig­rún Ósk Kristjáns­dóttir, fjölmiðlakona, Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir, ferða­mála- og iðnaðar­ráð­herra, Ævar Þór Bene­dikts­son rit­höfundur.

Myndbandið er kynningar­mynd­band fyrir Sannar gjafir UNICEF, sem eru lífs­nauð­syn­leg hjálpar­gögn fyrir bág­stödd börn. Gjöfunum er dreift til barna og fjöl­skyldna þeirra í sam­fé­lögum þar sem þörfin er mest.

Hér má kynna sér og kaupa Sannar gjafir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira

Svala og Kristján fengu sér paraflúr

Kærustuparið Svala Björgvins, söngkona, og Kristján Einar Sigurbjörnsson, sjómaður, innsigluðu ástina með húðflúri í gær.Svala fékk...